Gammafundur 10. janúar 2019
Kæru Gammasystur
Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir góðar samverustundir á liðnum árum.
Nú styttist í fyrsta fund ársins sem verður haldinn í Stapaseli 12, heima hjá Ingibjörgu Jónasdóttur, fimmtudaginn 10. janúar kl. 19:30.
Aðalefni fundarins er umfjöllun um bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem við völdum að lesa fyrir janúarfundinn. Jórunn Sigurðardóttir verður gestur okkar og mun leiða umræður um bókina. Fleira verður á dagsskrá og m.a. mun Ingibjörg Jónasdóttir, Evrópuforseti, segja frá alþjóðastarfinu og undirbúningi alþjóðaþingsins sem verður haldið hér á landi síðari hluta júlímánaðar. Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á sérstakri vefsíðu sem heldur utan um allar upplýsingar um ráðstefnuna https://dkgerc2019.weebly.com/
Ég hlakka til að sjá ykkur á fyrsta fundi ársins og vonast til að sem allra flestar sjái sér fært að mæta á fundinn.
Fyrir hönd stjórnar,
María Pálmadóttir, formaður