Gammafundur 4. febrúar 2019
Næsti fundur í Gammadeild verður haldinn þann 4. febrúar kl. 19:30 í Setbergsskóla. Aðalefni fundarins er kynning Gerður G. Óskarsdóttir á megin niðurstöðum tveggja rannsókna undir yfirskriftinni: Svipmyndir úr kennslustundum í íslenskum framhaldsskólum: Frumkvæði nemenda og samvinna.
Vona að þið fjölmennið en eins og fram kemur í dagskrá vetrarins er þessi fundur opinn gestum úr öðrum deildum. Vinsamlegast látið formanninn vita hvort þið mætið og hversu margar konur koma með ykkur svo við eigum nóg með kaffinu. Það er rúmt um okkur í skólanum og efni fundarins höfðar áreiðanlega til margra DKG kvenna. Það hefur verið mikil ánægja meðal félagskvenna með þessa boðsfundi og vonast er til að fundarsókn verði góð.
Með góðri kveðju frá stjórnarkonum.