Jóhanna Einarsdóttir í Gammadeild hlýtur viðurkenningu fyrir framlag á sviði menntunar ungra barna.
10.04.2018

Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og forseti Menntavísindasviðs, veitti viðurkenningunni viðtöku við hátíðalega athöfn í Bandaríkjunum 9. mars síðastliðinn. Viðurkenninguna afhenti James D. Anderson, forseti Menntavísindasviðs Illinois-háskóla.
Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og forseti Menntavísindasviðs HÍ, hlaut viðurkenningu frá Illinois-háskóla í Bandaríkjunum fyrir framlag sitt til rannsókna á menntun ungra barna þann 9. mars síðastliðinn. Hún var í hópi níu vísindamanna sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni en viðurkenningin er veitt fyrrverandi nemendum skólans sem skarað hafa fram úr á sínu fræðasviði á alþjóðavettvangi.