Menntavísindasvið hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands
04.12.2014
Menntavísindasvið Háskóla Íslands hlaut hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs og Gamma-systir veitti veitti verðlaununum viðtöku. Diplómanámið hefur haft mikla þýðingu fyrir starfsmöguleika fatlaðs fólks.