12.05.2014
Þessi frétt er nokkurn veginn samhljóða frétt hinna veföflugu Mýsystra. Vorþing landssambands DKG var að þessu sinni haldið á Ísafirði laugardaginn 10. maí. 13 konur úr Beta og Mý deild sóttu þingið.
Lesa meira
28.12.2013
Okkar kona, Ingibjörg Jóhannsdóttir, sem var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, tók við
skólastjórastarfi í Landakotsskóla á haustdögum.
Lesa meira
12.11.2013
Jóhanna Einarsdóttir skipuð forseti menntavísindasviðs HÍ
Jóhanna hefur tekið við sem forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Við óskum henni alls velfarnaðar í starfi.
Málþing til heiðurs Gerði Óskarsdóttur sjötugri
Í tilefni af sjötugsafmæli Gerðar og útkomu bókar hennar um skil skólastiga efndu Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og
skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar til málþings henni til heiðurs þann 6. september s.l. Yfir tvö hundruð manns sóttu vel
heppnað þing og glöddust með Gerði, þar á meðal margar Gammakonur. Við óskum henni innilega til hamingju.
Bók Kristínar Bjarnadóttur, Vegleiðsla til talnalistarinnar
Háskólaútgáfan hefur gefið út bók Kristínar, Vegleiðsla til talnalistarinnar, sem geymir þrettán greinar um
íslenskar kennslubækur í reikningi og „nýja stærðfræði". Við óskum Kristínu innilega til hamingju með bókina en
Gammakonur fögnuðu með henni í hófi hinn 30. september s.l.
Lesa meira
16.02.2012
Við óskum Árnýju Elíasdóttur innilega til hamingju með hvatningarviðurkenningu fyrir árið 2012 sem FKA (Félag kvenna í
atvinnurekstri) veitti henni ásamt samstarfskonum sínum Ingu B. Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur en þær eru stofnendur og eigendur
Attentus ehf.
Attentus veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í mannauðs- og fræðslumálum. Það býður upp á aðstoð við
stefnumótun, þjálfun nýliða, stjórnendaráðgjöf, mat og þjálfun, vinnustaðagreiningu og áreiðanleikakannanir á
sviði mannauðsmála. Auk þess er hægt að leigja hjá Attentus bæði fræðslu- og mannauðsstjóra og er mikil eftirspurn eftir
slíkri þjónustu.
Attentus hefur nýlega skrifað undir árssamning við fyrirtæki á borð við Ísfélagið í Vestmannaeyjum,
Öryggismiðstöðina, Tal, Kex hostel og Nordic Visitor.
Okkar kona hefur því í nógu að snúast á næstunni og óskum við henni velfarnaðar á þessari spennandi vegferð sem
hún er á.
Lesa meira
23.01.2012
Við í Gammadeild erum afskaplega stoltar af okkar konu. En á gamlársdag var Sigrún Aðalbjarnardóttur prófessor, sæmd heiðursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar. Við óskum henni innilega til hamingju og er hún vel að
riddarakrossinum komin. Það er vel við hæfi að minnast þess að fjórar aðrar konur í Gammadeild hafa verið sæmdar heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu. Rannveig Löve fyrrverandi kennari, fékk riddarakross árið 2011 fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og
störf að málefnum berklasjúklinga.
Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri fékk riddarakross árið 2006, fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og
íslensks fjölmenningarsamfélags.
Árið 2000 fékk Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, riddarakross fyrir fræðslu og ritstörf.
Og árið 1999 fékk Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, riddarakross fyrir störf að fræðslu- og
skólamálum.
Lesa meira
25.10.2011
Í byrjun nóvember kemur út hjá Háskólaútgáfunni og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) bókin
Á rauðum sokkum baráttukonur segja frá.
Í bókinni segja tólf konur frá starfi sínu með Rauðsokkahreyfingunni fyrstu ár hennar. Þar af eru tvær konur úr Gammadeild,
þær Gerður G. Óskarsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir og ein úr Etadeild Elísabet Gunnarsdóttir. Haustið 2010 voru liðin 40 ár
frá eiginlegum stofnfundi hreyfingarinnar árið 1970. Hver kona ritar sinn kafla og jafnframt leggur einn af frumkvöðlum hreyfingarinnar, skáldið Vilborg
Dagbjartsdóttir, bókinni til tólf ljóð sem flest voru ort á áttunda
áratugnum og eiga ríkan samhljóm með umfjöllunarefni frásagnanna.
Lesa meira
15.11.2011
Fundurinn verður haldinn heima hjá Þórunni Björnsdóttur. Gestur fundarins er Helga Jónsdóttir lögfræðingur og
ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Hún mun fjalla um konur og stjórnsýsla.
Lesa meira