Fréttir

Seinasti fundur vetrarins

Kæru Epsilonsystur! Nú er komið að ,,stóra" fundinum okkar og er hann um leið seinasti fundur vetrarins og þá kemur Gammadeildin í  heimsókn. Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði laugardaginn 21. maí og hefst kl. 11. Guðrún Þóranna Jónsdóttir kynnir masterverkefnið sitt, Vístvil ég lesa. Nú verðum við allar að leggjast á eitt að taka vel á móti gestunum.  Á fundinum á Eyrarbakka var samþykkt að hver og ein komi með einhverjar veitingar og val á réttum er frjálst. Sami háttur verður þá á veitingum eins og var þegar við heimsóttum Gammadeildina í janúar 2010. Hittumst allar hressar í Hveragerði. Með vinsamlegum vorkveðjum, stjórnin  
Lesa meira

Fundur á Stokkseyri og Eyrarbakka

Kæru Epsilonsystur!   Næsti fundur verður á Stokkseyri og Eyrarbakka, þriðjudaginn 29. mars kl. 16:30. Við hittumst á Stokkseyri í nýju skólabyggingunni. Þar tekur Arndís Harpa skólastjóri á móti okkur og sýnir nýja skólahúsnæðið. Eftir klukkustundar dvöl þar verður haldið að Hólmaröst á fund Elvars listmálara og við skoðum vinnustofu hans og e.t.v. e-ð fleira. Síðan förum við í Rauða húsið á Eyrarbakka og þar verður formlegur en stuttur  fundur settur og kvöldverður snæddur.   Eins og fram kemur í fundarboðinu verður næsti fundur ekki í Reykjavík eins og upphaflega var áætlað og við í stjórn biðjumst afsökunar á þessari breytingu. Enginn fyrirlestur í HÍ í mars hentaði okkur og það gekk ekki upp að hafa fund á fimmtudagskvöldi af ýmsum ástæðum.    Með kærri félagskveðju, stjórnin                            
Lesa meira

Hópferð til Baden-Baden í Þýskalandi

Sælar og blessaðar, kæru DKG systur. Nú er lokaútkall í hópferðina 1. ágúst til Baden-Baden í Þýskalandi. Við verðum að láta vita fyrir mánudag 6. mars hverjir ætla að fara með 1. ágúst. Sendið mér endilega línu strax ef þið viljið fá að vera með í þessari hópferð. Landssambandið mun ekki vera með aðra hópferð. Farið er út 1. ágúst, bíll til Baden-Baden, heim 7. ágúst. Vona ég að sem flestar mæti. Við erum alla vega 7 úr Gammadeild sem förum. Kveðja, Ingibjörg Jónasdóttir landssambandsforseti
Lesa meira

Marsfundurinn

Minnum á fjórða fund vetrarins sem verður á fimmtudegi um miðjan mars. Stefnt er að því að fara í fræðsluferð til Reykjavíkur, drekka í sig fróðleik og visku. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira