Fréttir

Fundur í Þorlákshöfn

Fundur var haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn, laugardaginn 25. mars. Nokkrar systur buðu með sér gestum sem vonandi vilja slást í hópinn með okkur.
Lesa meira

Fundur 25. mars

Hann verður haldinn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 11.00. Venjuleg fundarstörf og erindi um læsisstefnu Menntamálastofnunar.
Lesa meira

Fundur í Sunnulækjarskóla

Fundur verður haldinn mánudaginn 13.2. 2017 kl. 17.00 í Sunnulækjarskóla.
Lesa meira

Bókafundurinn

Fyrsti fundur eftir jól var haldinn 14. janúar að Iðu í Biskupstungum á heimili Elínborgar Sigurðardóttur. Að líta út um stofugluggann á Iðu var ævintýri líkast; nýfallinn snjór yfir öllu, hávaxin tré og Vörðufellið. Þetta var dásamleg umgjörð fyrir efni fundarins sem var: „Bækur sem við lásum um jólin.“
Lesa meira

Jólabókafundur

Jólabókafundur verður haldinn að Iðu í Biskupstungum kl. 11.00.
Lesa meira

Bakkastofa á Bakka

Jólafundurinn okkar Epsilon-systra var haldinn í Bakkastofu á Eyrarbakka. Þar tóku á móti okkur hjónin; Ásta Kristrún húsfreyja Bakkastofu og Valgeir söngvaskáld. Um leið og við komum inn í fallega tvílyfta húsið, sem áður hýsti kaupfélag staðarins, fundum við fyrir persónulegri nálgun og nánd þeirra hjóna.
Lesa meira

Fundur í Þjórsárskóla

Annar fundur vetrarins hjá Epsilondeild var haldinn í Þjórsárskóla mánudag 7. nóvember. Gestur fundarins var Guðbjörg Sveinsdóttir fyrrum landsambandsforseti Delta Kappa Gamma. 
Lesa meira

Haustferð að Laugarvatni

Epsilonsystur hittust að Laugarvatni í dag fyrir framan Héraðsskólann. Við gengu þaðan niður að vatni þar sem við hittum Erlu Þorsteinsdóttur sem tók á móti okkur með skóflu í hönd. Hún gróf upp pott með seyddu rúgbrauði sem hún hafði grafið niður í heitan sandinn sólahring áður. Í húsakynnum rétt þar hjá gæddum við okkur á hverabrauði með smjöri sem smakkaðist einkar vel.
Lesa meira

Fundur í Rauða húsinu á Eyrarbakka - frestað til 9. apríl

Næsti fundur Epsilondeildar verður haldinn laugardaginn 12. mars í Rauða húsinu á Eyrarbakka kl. 11. Rósa Marta Guðnadóttir mun segja frá meistaraprófsritgerð sinni. Fundi frestað vegna slæms veðurútlits til 9. apríl.
Lesa meira

Bókafundur að Eldhestum

Það var nú aldeilis skemmtilegur fundur sem við konur úr Epsilondeildinni héldum að Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 16. janúar. 
Lesa meira