26.10.2023
Lykill að læsi- málþing um læsi í víðum skilningi á öllum skólastigum var haldið í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 26. október síðast liðinn. Málþingið var vel sótt enda þrjú áhugaverði erindi á dagskrá sem fjölluðu um málþroska, orðaforða, læsi og leiðir.
Lesa meira
04.10.2023
Fundurinn hjá Epsilon-deild sem haldinn var í Tryggvaskála 3. október var sérstakur að því leyti að teknar voru inn í deildina sex nýjar konur. Þær Agneta Figlarska kennsluráðgjafi, Berglind Friðriksdóttir sálfræðingur, Harpa Björnsdóttir leikskólakennari, Jóhanna Einarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Margrét Steinunn Guðjónsdóttir grunnskólakennari og djákni og Sigríður Munda Jónsdóttir prestur.
Lesa meira
16.09.2023
Epsilon-systur mættu glaðar og kátar á fyrst fund vetrarins sem haldinn var í Skrúfunni á Eyrarbakka. Það var vel mætt og nokkrar konur komu sem ætla að ganga inn á næsta fundi sem haldinn verður í Tryggvaskála, þriðjudaginn 3. okt. næst komandi.
Lesa meira
09.03.2023
Epsilonsystur héldu fimmta fund vetrarins í Sesseljuhúsi að Sólheimum í Grímsnesi. Mættar voru 15 systur auk fimm gesta.
Guðríður formaður bauð systur velkomna og sérstaklega gestina. Þetta var sérstakur kynningarfundur fyrir konur sem hugsanlega vilja ganga í Epsilondeild DKG.
Lesa meira
16.01.2023
Laugardagur 14. janúar var kaldur en fallegur; hvít jörð og stafalogn. Sveitin skartaði sínu fegursta í nokkrum sólargeislum sem reyndu að brjóta sér leið í gegnum skýin.
Lesa meira
24.11.2022
Jólafundur Epsilon-systra var haldinn hjá formanninum, Guðríði Egilsdóttur, á Selfossi. Á fundinn kom góður gestur.
Lesa meira
30.10.2022
Fundur var haldinn í leikskólanum Strandheimum á Stokkseyri, laugardaginn 29. okt. Fundurinn var með venjubundnu sniði. Guðríður sagði frá framkvæmdaráðsfundi sem hún sótti hjá DKG. Þar mættu allir formenn deilda sem eru 13. Rætt var um framkvæmda áætlun samtakanna sem felst meðal annars í því að reyna að gera okkur sýnilegri í samfélaginu með því að vekja athygli á starfi DKG og að fjölga félagskonum með fjölbreytileika í fyrirrúmi.
Lesa meira
15.09.2022
Fyrsti fundur þessa vetrar var haldinn í nýrri álmu Grunnskóla Hveragerðis. Fundurinn var vel sóttur og var þetta fyrsti fundur sem nýr formaður Epsilondeildar Guðríður Egilsdóttir stýrði.
Lesa meira
19.05.2022
Á mildum vordegi, síðla dags, var haldinn aðalfundur Epsilon-systra í Tryggvaskála á Selfossi. Í upphafi fundar var að venju kveikt á kertunum þremur - vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Þetta var eitt að lokaverkum fráfarandi formanns Ingibjargar Ingadóttur sem hefur síðustu tvö ár verið formaður í skugga heimsfaraldurs. Kórónuveiran hefur eðlilega sett mark sitt á starfsemi Epsilon-systra, færri fundir vegna samkomutakmarkanna, þó reynt hafi verið í einhverju mæli að notast við tæknina og fundað rafrænt, því var einkar kærkomið að koma saman í sal Tryggvaskála í kvöld.
Lesa meira
16.02.2022
Epsilonsystur voru að vonum ánægðar að hittast eftir langt hlé þó samskiptaforritið Teams væri notað í stað þess að hittast á staðnum. Bókafundurinn er í miklu uppáhaldi hjá systrum og kom öllum saman um að þetta hefði verið skemmtilegt og fróðlegt kvöld – góð byrjun á nýju ári. Hver og ein sagði frá einni bók, en þó voru nokkrar bækur nefndar að auki eftir eina umferð.
Lesa meira