Fréttir

Aðalfundur 27. maí

Gleðilegt sumar! Aðalfundur verður haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00. Að honum loknum kemur Rannveig Anna og fræðir okkur um konubókastofu en hún er þar frumkvöðull og stofnandi. Konubókastofa hefur það markmið að safna bókum eftir íslenskar konur þannig ef þið eigið einhverjar slíkar sem þið megið missa eru þær örugglega vel þegnar ef þær eru ekki þegar komnar í safnið. Að þessu loknu snæðum við súpu og höldum síðan í göngutúr til að skoða aðsetur bókasafnsins með viðkomu í Laugabúð, þar sem Magnús Karel tekur á móti okkur.
Lesa meira

Fundur 9. apríl á Heilsustofnun

Kæru systur. Næsti fundur verður haldinn á Heilsustofnun í Hveragerði miðvikudaginn 9. apríl kl. 16.00. Við byrjum á að halda fund en síðan fáum við fræðslu og skoðunarferð um stofnunina. Að því loknu borðum við saman úrvals heilsufæði á staðnum. Stjórnin
Lesa meira

Leiðarstjarnan

  Á fundinum í Vatnsholti í Flóa laugardaginn 16. nóvember 2013 kom Sigrún Jóhannesdóttir úr Deltadeild á fundinn og kynnti fyrir okkur námskeið um markmið og leiðir til að efla innra starf deilda sem hún hefur þróað og nefnir Delta Kappa Gamma stjarnan eða „Leiðarstjarnan“. Við byrjuðum á að ræða saman í litlum hópum hvernig við vildum hafa fundina ef við breyttum einhverju en vorum sammála um að við værum frekar ánægðar með okkar starf.
Lesa meira

Fundur í Vatnsholti

Fundur verður haldinn í Vatnsholti laugardaginn 16. nóvember kl. 11:00.
Lesa meira

Reykjavíkurferð - safn Einars Jónssonar

Við byrjum vetrarstarfið með ferð til Reykjavíkur miðvikudaginn 9. október. Áætlað er að fara með rútu frá Selfossi kl. 16:30. Við förum í garðinn við Hnitbjörg, safn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti, og skoðum verkin hans. Snæðum síðan á Tapashúsinu við höfnina, sá staður þykir mjög góður.
Lesa meira

Heimsókn að Sólheimum

Fundur verður á Sólheimum í Grímsnesi laugardaginn 13. apríl kl. 11:00. Við höldum fundinn í Sesseljuhúsi og tveir nýir félagar bætast í deildina okkar. Eftir fundinn fáum við smá leiðsögn um staðinn og snæðum saman að því loknu.
Lesa meira

Fundur 7. mars í Sandvíkurskóla

Næsti fundur verður haldinn í gamla Sandvíkurskólanum þar sem Fræðslunetið er til húsa, á horni Tryggvagötu og Austurvegi, fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00. Eydís Katla mun kynna verkefnið sitt sem kallast:Þróun náms- og starfsferils þátttakenda í Grunnmenntaskólanum. Síðan verður snætt á veitingastaðnum Eldhúsið og er á móti FSu. þar sem bakarí var áður.
Lesa meira

Fyrsti fundur vetrarins

Við minnum á fyrsta fund vetrarins sem verður haldinn í Sveitabúðinni Sóley í Flóanum laugardaginn 13. okt. kl. 11.00. Við fáum matarmikla súpu sem húsfreyja staðarins matbýr. Margrét Pálína ætlar að segja frá ferð sinni til Kúbu þar sem hún vann við uppskeru.
Lesa meira

Vetrarstarfið að hefjast

Nú fer vetrarstarf Epsilondeildar senn að hefjast og mikill hugur í konum og tilhlökkun. Fyrsti fundur verður haldinn í Tungu í Flóahreppi laugardaginn 13. október kl. 11.00 þar sem fallega Sveitabúðin Sóley er til húsa og við fáum að skoða. Margrét Pálína ætlar að fræða okkur um för sína til Kúbu þar sem hún vann við uppskeru. Matarmikil súpa verður á boðstólnum.
Lesa meira

Vetrardagskrá 2011-2012

Kæru Epsilonsystur! Enn er komið haust og nýtt starfsár að hefjast hjá okkur. Stjórnin hefur fundað og ákveðið vetrarstarfið sem verður með líkum hætti og verið hefur. Fundir verða fimm, ýmist á fimmtudögum eða laugardagsmorgnum. Við reynum að dreifa fundarstöðum á svæðið okkar. Meginþemað í vetur er Leggjum rækt við okkur sjálfar og verður það efni þriggja funda. Ekki megum við gleyma nýja aksturskerfinu okkar sem við byrjuðum með s.l. vetur og við reynum að fá far hver með annarri.
Lesa meira