10.11.2021
Guðríður Aadengaard, félagi okkar í Epsilon-deild, hlaut hvatningarverðlaun samtakanna Heimili og skóli gegn einelti á Degi eineltis 8. nóvember 2021.
Lesa meira
29.10.2021
Epsilon-systur heimsóttu Uppspuna smábandaverksmiðju í Lækjartúni rétt austan við Þjórsá í Rangárvallasýslu. Hún er í eigu Huldu og Tyrfings sem eru bændur í Lækjartúni og búa með sauðfé og holdakýr. Verksmiðjan var stofnuð formlega 2018.
Lesa meira
29.09.2021
Það var mikil ánægja að geta loksins komið saman og haldið fund í Epsilondeild. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Matkránni í Hveragerði.
Lesa meira
18.02.2021
Fyrsti fundur Epsilondeildar á árinu, og í langan tíma vegna heimsfaraldursins, var haldinn á Teams 18. febrúar 2021. Að venju var bókafundur fyrsti fundur á nýju ári. Þar segjum við frá og tölum um áhugaverðar bækur sem við höfum lesið um jólin eða á öðrum tíma.
Lesa meira
13.10.2020
Ný stjórn hélt sinn fyrsta fund sl. mánuð.
Lesa meira
18.01.2020
Bókafundurinn okkar var haldinn að Iðu í Biskupstungum að heimili Elinborgar Sigurðardóttur.
Lesa meira
23.11.2019
Haldið var upp á 30 ára afmæli Epsilondeildar í Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 23. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir Evrópuforseti og Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttir landssambandsforseti komu í í heimsókn af tilefni dagsins. Sérstök afmælisnefnd undirbjó fundinn og í henni voru: Erna Ingvarsdóttir, Ester Hjartardóttir, Vera Valgarðsdóttir og Ingibjörg Ingadóttir.
Lesa meira
12.10.2019
Fundur í Epsilondeild var haldinn laugardag 12. okt. Við heimsóttum Veröld - hús Vigdísar og fengum fróðlega og skemmtilega kyninngu á þessu einstaka húsi.
Lesa meira
12.09.2019
Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Fjöllheimum - þekkingarsetri á Selfossi. Eftir venjulega aðalfundastörf sagði Eydís Katla okkur frá starfsemi Fjölheima sem er margvísleg. Mörg samtök og stofnanir hafa þar starfsaðstöðu eins og Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi þar sem Eydís Katla starfar.
Lesa meira
27.05.2019
Ingibjörg Þ.formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennski og hjálpsemi. Gestur fundarins var Ingibjörg Einarsdóttir úr Gammadeild.
Ingibjörg fór yfir starf vetrarins og var ánægð með, hve vel tókst til að dreifa ábyrgðinni við skipulagningu fundanna í vetur
Lesa meira