08.10.2016
Epsilonsystur hittust að Laugarvatni í dag fyrir framan
Héraðsskólann. Við gengu þaðan niður að vatni þar sem við
hittum Erlu Þorsteinsdóttur sem tók á móti okkur með skóflu í hönd. Hún gróf
upp pott með seyddu rúgbrauði sem hún hafði grafið niður í heitan sandinn sólahring
áður. Í húsakynnum rétt þar hjá gæddum við okkur á hverabrauði með smjöri sem
smakkaðist einkar vel.
Lesa meira
12.03.2016
Næsti fundur Epsilondeildar verður haldinn laugardaginn 12. mars í Rauða húsinu á Eyrarbakka kl. 11. Rósa Marta Guðnadóttir mun segja frá meistaraprófsritgerð sinni.
Fundi frestað vegna slæms veðurútlits til 9. apríl.
Lesa meira
18.01.2016
Það var nú aldeilis skemmtilegur fundur sem við konur úr Epsilondeildinni héldum að Eldhestum í Ölfusi, laugardaginn 16. janúar.
Lesa meira
10.12.2015
Nú er komið að
jólafundinum okkar sem verður haldinn hjá Ernu í Mjólkurbúinu í Hveragerði fimmtudaginn
10. desember kl. 18:00.
Lesa meira
07.11.2015
Annar
fundur Epsilondeildar er stórafmæli DKG sem verður haldið hátíðlegt
laugardaginn 7. nóvember þegar 40 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á
landi.
Lesa meira
12.02.2015
Við höfum fengið viðurkenningarmerki samtakanna á vefsíðu okkar. Hver deild þarf að sækja um að fá merkið og er
það þó nokkurt ferli þar sem vefsíðan er tekin út og þarf að standast vissar kröfur. Merkið er neðst á
síðunni.
Lesa meira
06.02.2015
Fimmtudaginn 5. febrúar komu tíu konur saman úr Epsilondeild á Hótel Heklu og borðuðu saman súpu, salat og brauð. Þær sögðu
frá bókum sem þær höfðuð lesið og voru umræður góðar. Fundarkonur fóru glaðar heima af fundinum.
Lesa meira
20.11.2014
Síðdegis í dag var annar fundur vetrarins haldinn í Hveragerði. Við hittumst
í grunnskólanum og þar hlýddum við á frábært erindi sem Guðrún Tryggvadóttir flutti. Hún kallaði erindið
„Nokkrir punktar frá fyrstu 56 árum.“ Hún sagði frá ævi sinni, námi og starfi í máli og myndum. Hún lærði
í Myndlista-og handíðaskóla Íslands, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Hún heldur úti vefnum Náttúra.is sem hún hannaði.
Við héldum svo í Veitingahúsið Varmá – Hveragerðiog fengum okkur humarsúpu og heimabakað
brauð. Fallegur staður í fallegu umhverfi.
Lesa meira
11.10.2014
Í dag, 11. október, skunduðu Epsilonsystur á Þingvöll. Þetta var nokkurs konar upphitun fyrir vetrarstarfið. Veðrið var dásamlegt,
blakti ekki hár á höfði og landið skartaði sínu fegursta. Það var þó nokkur mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni
eins og myndirnar bera með sér. Eftir heimsókn okkar að Þingvöllum fórum við að Grímsborgum í Grímsnesi og borðuð
hádegisverð. Þetta var skemmtileg og notaleg samvera í upphafi vetrarstarfsins. Vetrardagskráin verðu birt innan tíðar á síðunni.
Lesa meira
30.09.2014
Vetrarstarfið hefst með ferð að Þingvöllum 11. okt. 2014. Veðurspáin er nokkuð
góð og vonandi verða haustlægðirnar ekki búnar að slíta allt af trjánum.
Við munum hittast kl. 11.00 á planinu fyrir ofan Almannagjá. Eftir veruna á
Þingvöllum förum við í Grímsborgir og borðum létta máltíð.
Stjórnin
Lesa meira