Fréttir

Notaleg jólastund

Nú er komið að jólafundinum okkar sem verður haldinn hjá Ernu í Mjólkurbúinu í Hveragerði fimmtudaginn 10. desember kl. 18:00. 
Lesa meira

40 ára afmæli DKG á Íslandi

Annar fundur Epsilondeildar er stórafmæli DKG sem verður haldið hátíðlegt laugardaginn 7. nóvember þegar 40 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á landi. 
Lesa meira

Alþjóðlegt merki DKG

Við höfum fengið viðurkenningarmerki samtakanna á vefsíðu okkar. Hver deild þarf að sækja um að fá merkið og er það þó nokkurt ferli þar sem vefsíðan er tekin út og þarf að standast vissar kröfur. Merkið er neðst á síðunni.
Lesa meira

Bókarfundur á Hótel Heklu

Fimmtudaginn 5. febrúar komu tíu konur saman úr Epsilondeild á Hótel Heklu og borðuðu saman súpu, salat og brauð. Þær sögðu frá bókum sem þær höfðuð lesið og voru umræður  góðar. Fundarkonur fóru glaðar heima af fundinum.
Lesa meira

Fundur í Hveragerði

Síðdegis í dag var annar fundur vetrarins haldinn í Hveragerði. Við hittumst í grunnskólanum og þar hlýddum við á frábært erindi sem Guðrún Tryggvadóttir flutti. Hún kallaði erindið „Nokkrir punktar frá fyrstu 56 árum.“ Hún sagði frá ævi sinni, námi og starfi í máli og myndum. Hún lærði í Myndlista-og handíðaskóla Íslands, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Hún heldur úti vefnum Náttúra.is sem hún hannaði. Við héldum svo í Veitingahúsið Varmá – Hveragerðiog fengum okkur humarsúpu og heimabakað brauð. Fallegur staður í fallegu umhverfi.
Lesa meira

Ferð á Þingvöll

Í dag, 11. október, skunduðu Epsilonsystur á Þingvöll. Þetta var nokkurs konar upphitun fyrir vetrarstarfið. Veðrið var dásamlegt, blakti ekki hár á höfði og landið skartaði sínu fegursta. Það var þó nokkur mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni eins og myndirnar bera með sér. Eftir heimsókn okkar að Þingvöllum fórum við að Grímsborgum í Grímsnesi og borðuð hádegisverð. Þetta var skemmtileg og notaleg samvera í upphafi vetrarstarfsins. Vetrardagskráin verðu birt innan tíðar á síðunni.
Lesa meira

Haustlistaferð

Vetrarstarfið hefst með ferð að Þingvöllum 11. okt. 2014. Veðurspáin er nokkuð góð og vonandi verða haustlægðirnar ekki búnar að slíta allt af trjánum. Við munum hittast kl. 11.00 á planinu fyrir ofan Almannagjá. Eftir veruna á Þingvöllum förum við í Grímsborgir og borðum létta máltíð. Stjórnin
Lesa meira

Aðalfundur 27. maí

Gleðilegt sumar! Aðalfundur verður haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka þriðjudaginn 27. maí kl. 17:00. Að honum loknum kemur Rannveig Anna og fræðir okkur um konubókastofu en hún er þar frumkvöðull og stofnandi. Konubókastofa hefur það markmið að safna bókum eftir íslenskar konur þannig ef þið eigið einhverjar slíkar sem þið megið missa eru þær örugglega vel þegnar ef þær eru ekki þegar komnar í safnið. Að þessu loknu snæðum við súpu og höldum síðan í göngutúr til að skoða aðsetur bókasafnsins með viðkomu í Laugabúð, þar sem Magnús Karel tekur á móti okkur.
Lesa meira

Fundur 9. apríl á Heilsustofnun

Kæru systur. Næsti fundur verður haldinn á Heilsustofnun í Hveragerði miðvikudaginn 9. apríl kl. 16.00. Við byrjum á að halda fund en síðan fáum við fræðslu og skoðunarferð um stofnunina. Að því loknu borðum við saman úrvals heilsufæði á staðnum. Stjórnin
Lesa meira

Leiðarstjarnan

  Á fundinum í Vatnsholti í Flóa laugardaginn 16. nóvember 2013 kom Sigrún Jóhannesdóttir úr Deltadeild á fundinn og kynnti fyrir okkur námskeið um markmið og leiðir til að efla innra starf deilda sem hún hefur þróað og nefnir Delta Kappa Gamma stjarnan eða „Leiðarstjarnan“. Við byrjuðum á að ræða saman í litlum hópum hvernig við vildum hafa fundina ef við breyttum einhverju en vorum sammála um að við værum frekar ánægðar með okkar starf.
Lesa meira