Afríkuverkefni Betadeildar
Á hverjum fundi Betadeildar gengur lítil pyngja á milli félagskvenna meðan veitinga er notið. Í pyngjuna eru sett frjáls framlög Betasystra til menntunar barna í Afríku. Tildrög þessarar venju í Betadeild eru þessi:
Árið 2004 þegar Halldóra Haraldsdóttir var formaður Betadeildar og Rósa Kristín Júlíusdóttir var landsambandsforseti kom starfsmaður frá Unichef (Stefán) á framkvæmdaráðsfund landsambandsins og óskaði eftir stuðningi samtakanna við verkefni sem Unichef væri að vinna að.
Verkefnið snerist um að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku. Samtökin ákváðu að styrkja verkefnið með 100.000 króna framlagi úr landsambandssjóði og hvöttu til þess að formenn deilda kynntu verkefnið í sínum deildum og hugað yrði að frekari söfnun í vetrarstarfinu framundan.
Verkefnið snerist um að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku. Samtökin ákváðu að styrkja verkefnið með 100.000 króna framlagi úr landsambandssjóði og hvöttu til þess að formenn deilda kynntu verkefnið í sínum deildum og hugað yrði að frekari söfnun í vetrarstarfinu framundan.
Betadeild ákvað að taka þetta verkefni upp á sína arma og óskað var eftir hugmyndum að söfnunarleiðum. Rósa Júl. kom með þá hugmynd að láta litla pyngju ganga á milli á fundum en hún hafði kynnst því fyrirkomulagi þegar hún var við nám í Finnlandi og sótti Betadeildarfundi þar, að þær létu slíka pyngju ganga þegar þær voru að safna fyrir einhverju í sameiningu. Þessi hugmynd var samþykkt og vorið 2005 gaf Betadeild 50.000 krónur í þessa söfnun og æ síðan hefur verið gefin álíka upphæð á hverju vori. Nú síðustu ár eftir að þessu sérstaka verkefni um menntun stúlkna í Guinea Bissau lauk, hefur Betdeild styrkt verkefnið Schools for Africa en það verkefni styrkir menntun barna almennt í Afríku.
Til gamans má geta þess að vorið 2005 höfðu safnast 17.000 krónur í sjóðinn þegar komið var að síðasta fundi og var þá samþykkt að hver og ein kona myndi leggja fram 1000 kr. aukalega í sjóðinn og sjóður deildarinnar myndi bæta við því sem upp á vantaði í 50.000 krónurnar.
Síðast uppfært 15. apr 2017