Listakonan í fjörunni - verkefni Betadeildar
Í aðfaraorðum bókarinnar kemur fram að Elísabet Geirmundsdóttir hafi verið hljóðlát og hæglát kona sem féll frá langt fyrir aldur fram. Kona sem var einangruð í listiðju sinni, nánast einfari, önnum kafin húsmóðir á stóru heimili. Hún vakti verðskuldaða athygli meðal samtíðarmanna sinna og verkin sem eftir hana liggja bera vitni um óvenjulegt listfengi og fjölþætta hæfileika. „Hún virtist geta unnið úr sérhverju því efni sem henni barst í hendur; snjó, birkirenglu, efnisbúti, orði“ eins og segir í upphafskafla bókarinnar um listakonuna.
Í bókinni eru myndir af fjölmörgum verkum Elísabetar auk ljóða og laga sem hún samdi og sýnir þessi yfirlitsbók vel fjölhæfni listakonunnar.
Þetta er stærsta verkefni sem Betadeild hefur ráðist í hingað til.
Hér fer á eftir forsíðumynd bókarinnar ásamt sýnishorni af póstkortunum og ljóðum eftir listakonuna sem eru aftan á póstkortunum:
Vordögg Vordögg Við ætlum að fara að finna |
Gleði í litum Lítið ástarljóð Ég ætla að biðja vindinn að kveða |
Síðast uppfært 12. mar 2020