Velkomin á vef Betadeildar

Beta-deild Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslustörfum, var stofnuð á Akureyri 2. júní 1977.

Stofnfélagar voru konur úr Barnaskóla Akureyrar, Lundarskóla, Hrafnagilsskóla, Laugalandsskóla og Þelamerkurskóla. Tveimur árum áður hafði Alfa-deild verið stofnuð í Reykjavík. Fyrsti formaður Beta-deildar var Edda Eiríksdóttir.

Verkefni deildarinnar hafa verið margvísleg í gegnum tíðina en stærsta verkefnið sem konur í deildinni hafa tekið sér fyrir hendur er að gefa út póstkort með myndum Elísabetar Geirmundsdóttur, listakonunnar í Fjörunni, og bók um hana. Árlega styrkir Betadeild einnig stúlkur til mennta undir merkjum Unicef. Þá höfum við einnig reynt að fylgjast með því helsta sem hefur verið að gerast í mennta- og menningarmálum.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.
All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.


The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for anything posted to this site and makes no representation as to the accuracy or completeness of information contained in such material. The views expressed on this site do not necessarily represent or reflect the views of The Delta Kappa Gamma Society International. The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for, and disclaims any liability in relation to, anything posted by contributors to, or users of, the site.

Aðalfundur Betadeildar 2024

15.05.2024
Aðalfundur Betadeildar 2024 verður haldinn á Múlabergi fimmtudaginn 16. maí og hefst klukkan 18:00.
Lesa meira

Helga Hauksdóttir heiðruð á 45 ára afmæli deildarinnar

30.05.2023
Sú hefð hefur skapast í Betadeild að heiðra konu á starfssvæði deildarinnar fyrir framúrskarandi og markverð störf að mennta- eða menningarmálum.
Lesa meira

Bleikur október og dekurdagar

01.12.2021
Á fundi Betadeildar 28. október sl. komu tvær góðar konur í heimsókn.
Lesa meira

Alþjóðadagur kennara 5. október 2020

05.10.2020
Fyrir hönd Beta- og Mýdeilda innan Delta Kappa Gamma Society International, var búið að undirbúa málþing vegna Alþjóðadags kennara 5. október 2020 á Akureyri.
Lesa meira

Aðalfundur Betadeildar haldinn 15. maí 2020

22.05.2020
Betadeild hélt aðalfund sinn föstudaginn 15. maí og kaus sér nýja stjórn.
Lesa meira