Fréttir

Fundur 19. nóvember

Haustfundur verður haldinn að Bjarteyjarsandi, þriðjudaginn 19. nóvember kl. 17:30 Arnheiður Hjörleifsdóttir kynnir starfsemina, Jónína Eiríksdóttir verður með orð til umhugsunar og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir sér um happdrættisvinninginn.
Lesa meira

5. fundur 2012-2013 og vorferð í Stykkishólm 1. júní

 DAGSKRÁ Reykjavíkur- og Akraneskonur hitta Borgfirðinga á Hyrnutorgi - Brottför úr Borgarnesi 11:00 Örhressing í N1 í Stykkishólmi (pylsa og þess háttar) og skoðun Eldfjallasafnsins kl 12:30 aðgangur kr 600,- / mann Þaðan er haldið í Leir 7, Aðalgötu 20, skoðum þar vinnustofu og verslun Sigríðar Erlu Guðmundsóttur að því loknu sjáum við til hvernig landið liggur, e.t.v. í Gallerí Bragga Aðalgötu 28. Listakonan þar er í USA, en haft verður samband við hana á föstudaginn. Fundur kl 15:00 uppi á lofti í Narfeyrarstofu, sjávarréttasúpa og brauð, kr. 1.450,-       Norska húsið  opnar nýja sýningu kl 15:00 - opið til kl.  17:00 Þar ræður ríkjum Alma Dís Kristjánsdóttir DKG kona í Lamda-deild (flutti fyrir ári síðan í Hólminn). Þar sem opna á sýningu á munum Steinþórs Sigurðssonar leikmyndateiknara, sem er frá Stykkishólmi og 80 ára um þessar mundir. Vegna opnunarinnar getur Alma Dís ekki tekið á móti hópnum sérstaklega (sem hún hefði gjarnan viljað geta gert). Skv uppl. á vef Hólmara kostar 800/mann þarna inn. Að súpufundi loknum geta þær konur sem hafa tíma til skoðað sýninguna í Norska húsinu áður en heim verður haldið.
Lesa meira

Starfsáætlun 2012-2014 uppfærð

Starfsáætlun Deltadeildar 2012-2014 hefur verið uppfærð - sjá einnig síðuna um vetrarstarfið. Athugið að laugardaginn 1. júní verður vorferð í Stykkishólm - takið daginn frá !
Lesa meira

Fjórði fundur Delta deildar 17. apríl

Fjórði fundur Delta deildar starfsárið 2012 - 2013 var haldinn í Borgarnesi 17. apríl n.k. Byrjað verður á heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari tók á móti hópnum og kynnti starfsemi skólans. Að því loknu var haldið í Edduveröld í Englendingavík, þar sem sýning Hauks Halldórssonar listamanns um hina 9 heima goðafræðinnar var skoðuð.  Að því loknu var fundað og Jónína Erna Arnardóttir flutti orð til umhugsunar.
Lesa meira

Þriði fundur Delta deildar - heimsókn í TrueNorth

 Þriðji fundur Deltadeildar var haldinn 20. mars.    Samveran hófst með heimsókn í TrueNorth kvikmyndafyrirtækið að Seljavegi 2 í Reykjavík, þar sem Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri tók á móti Deltakonum og kynnti sögu fyrirtækisins og stærstu verkefni við erlendar kvikmyndir sem fyrirtækið hefur komið að. Sigríður Ragna Sigurðardóttir forseti landssambandsins mætti til fundarins og var það skemmtilegt, þar sem TrueNorth er til húsa í Héðinshúsinu, sem afi hennar byggði á sínum tíma og á hún góðar minningar þaðan.     Því næst lá leiðin á efri hæð veitingastaðarins  Uno í Hafnarstrætinu, þar sem Hið íslenska heimilisiðnaðarfélag var lengi til húsa. Þar hófst formlegur fundur, Sigríður Ragna kynnti landssambandsþingið og Inga Stefánsdóttir var með orð til umhugsunar . Formaður kynnti  bréf frá Helgu Guðmarsdóttur sem sagði sig formlega úr Deltadeild með þökkum fyrir margra ára ánægjulegar samverusstundir. Fundarkonur þökkuðu  Helgu sömuleiðis fyrir áralangt og ánægjulegt samstarf og óskuðu henni velfarnaðar. Að sjálfsögðu lauk svo fundi með happadrættinu góða.
Lesa meira

Næsti fundur Delta deildar

Næsti fundur Delta deildar verður haldinn í Reykjavík 20. mars n.k. kl. 17:15 Við munum byrja á að hittast í TrueNorth, Seljavegi 2 - þar fáum við kynningu á fyrirtækinu, síðan höldum við á fundarstað - nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Afmælisfundur Delta deildar

Á árinu 2012 fyllti Delta deild 25 árin og fyrirhugað var að halda hátíðarfund í tilefni af því í Reykholti við upphaf aðventu. Undanfarin ár hefur deildin haldið síðasta fund ársins í tengslum við aðventutónleika Tónlistarfélags Borgarfjarðar, en af óviðráðanlegum ástæðum var þeim fundi frestað til laugardagsins 12. janúar s.l. í hátíðarsal gamla Héraðsskólans í Reykholti. Vert er að þakka Snorrastofu fyrir aðgengi að þeim glæsilegu salarkynnum. Fyrir fundinn fengum við Guðlaug Óskarsson til að taka hópmyndir annars vegar af fundarkonum og hins vegar af þeim félagskonum sem starfað hafa ötullega í deildinni frá stofnun hennar og þar um bil. Landsambandsforsetinn okkar hún Sigríður Ragna Sigurðardóttir hafði áformað að fagna afmælinu með okkur, en því miður varð hún að boða forföll á síðustu stundu vegna veikinda. Við upphaf fundarins fórum við í svolitla samkvæmisleiki til að raða okkur til borðs og einnig til að fullgera ávarp formanns. Fram voru bornar veitingar frá nokkrum heimakonum, þ.e. Dagnýju Emilsdóttur, Ingu Stefánsdóttur og Þórunni Reykdal og undir borðum stjórnaði Theodóra Þorsteinsdóttir söng um leið og hún gaf deildinni afmælissöng sem sunginn var undir laginu Tryggðapantanir: Tuttugu‘ og fimm ár nú teljum við saman, trúlegt er ekki, en hratt flýgur stund. Hittumst við konur og höfum þá gaman hlæjum og njótum, því létt er vor lund. Fræðsla í Delta það fag okkar er en fjörið þó höfum og gleðina hér. Tra-la-la-la-la-la..... Þrúður Kristjánsdóttir, Jóhanna Karlsdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir rifjuðu upp gamla góða tíma, sem Jónína Eiríksdóttir fylgdi eftir með myndasýningu og Guðlaug Sverrisdóttir sá fundarkonum fyrir hreyfingu, bæði skemmtilegu samskipta-bingói og dansi  - Gangman style.... Áður en heim var haldið var Gyða Bergþórsdóttir með orð til umhugsunar, happdrættið góða var á sínum stað með kaffinu og ísnum og að endingu var hugað að félagsstarfinu, fréttum og næstu fundum. Eftir fjögurra tíma samveru héldu konur heim á leið endurnærðar og fullar af þeirri orku sem starfið í deildinni gefur.
Lesa meira

Fundi 2. desember frestað

Hátíðarfundi 2. desember í Reykholti er frestað af óviðráðanlegum ástæðum til 12. janúar 2013
Lesa meira

Ný stjórn Delta deildar

Ný stjórn Delta deildar var skipuð á vorfundi  og aðalfundi deildarinnar þann 8. maí 2012. Fundurinn var haldinn í Leifsbúð í Búðardal. Stjórnina skipa: Þórunn Reykdal formaður, Theodóra Þorsteinsdóttir varaformaður, Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir ritari, Dagný Emilsdóttir meðstjórnandi og Jensína Valdimarsdóttir gjaldkeri. 
Lesa meira

Fimmti fundurinn haldinn í Hörpunni

Fundargerð Delta fundar frá 6. mars s.l. á kominn á vefinn. Þá heimsóttu Deltakonur Hörpuna, hið glæislega nýja tónlistarhús. Sigríður Guðmundsdóttir leiddi okkur um ganga, sali, króka og kima.
Lesa meira