Fréttir

30 ára afmælisfundur

Delta deild fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir og minnist þess með veglegum hátíðarfundir 18. nóvember 2017 í Stúkuhúsinu á Akranesi kl 16:00
Lesa meira

Fyrsti fundur Delta deildar starfsárið 2017-2018

Vetrarstarfið hófst með fundi í Tónlistarskóla Borgarfjarðar þann 18. september 2017
Lesa meira

Andlát

Látin er á Akranesi Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar.
Lesa meira

5. fundur Delta deildar 2016-2017 í Ensku húsunum á Mýrum

Delta deild mun funda í Ensku húsunum á Mýrunum frá föstudagskvöldinu 31. mars til laugardagsins 1. apríl. Fundað verður á föstudagskvöldinu, unnið í hópum að hugmyndum um 30 ára afmæli Delta...
Lesa meira

Fundur Delta deildar 13 okt 2016

Fyrsti fundur hjá Delta, fimmtudaginn 13. október 2016, haldinn í Garðakaffi Akranesi kl. 17.30  (Byggðasafnssvæði)
Lesa meira

Fyrsti fundur starfsársins 2014-2015

Fyrsti fundur starfsársins 2014-2015 verður haldinn í Borgarnesi mánudaginn 13. október kl 18 Grunnskólinn í Borgarnesi heimsóttur, starfsáætlun lögð fram, inntaka nýrra félaga og önnur mál
Lesa meira

Vorfundur Delta deildar 2014

 Síðasti fundur starfsársins 2013-2014 og jafnframt aðalfundur var haldinn í Borgarnesi 28. apríl s.l. Fyrir fundinn heimsóttu Deltakonur frumkvöðulinn Guðrúnu Bjarnadóttir í Hespuhúsinu, þar sem hún lýsti helstu leyndardómum jurtalitunar.  Eftir góðan kvöldverð í Landnámssetrinu var fundað í arinstofunni. Undir liðnum mér er efst í huga fjallaði Þórunn Reykdal um kjör fólks fyrr á tímum, sýndi myndir frá tóttum í Snjóöldufjallgarði, sagði frá uppgreftri tóttanna og lýsti nokkrum dráttum í skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, Allt hold er hey, en sögusvið hennar er á þessu svæði. Segir þar af ungri konu, sem hafði lært jurtalækningar af ömmu sinni, frá lífsbaráttu hennar og lækningum og vist í áðurnefndum tóttum. Happadrættið var á sínum stað og hreppti Jónína Erna Arnardóttir vinninginn Gengið var til aðalfundarstarfa og fráfarandi formaður Þórunn Reykdal flutti skýrslu formanns og Jensína Valdimarsdóttir gjaldkeri lagði fram reikninga.   Í nýja stjórn tímabilið 2014 - 2016 voru kjörnar Theodóra Þorsteinsdóttir formaður, Dagný Emilsdóttir, varaformaður, Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir ritari og Guðlaug M Sverrisdóttir meðstjórnandi og óskum við þeim velfarnaðar.
Lesa meira

Delta-fundur 27. mars

Fjórði fundur Delta-deildar starfsárið 2013-2014 verður haldinn í Reykholti fimmtudaginn 27. mars kl. 18:00
Lesa meira

Fundur 26. febrúar - Safnasvæðinu að Görðum, Akranesi

Febrúarfundur Delta deildar verður haldinn á Safnasvæðinu að Görðum á Akranesi 26. febrúar kl 17:30 Marie Ann Butler, rekstrarstjóri  tekur á móti hópnum og kynnir sýninguna Ull og silfur og síðan verður sýningin skoðuð í fylgd listakvennanna tveggja, þeirra Bergrósar Kjartansdóttur og Dýrfinnu Torfadóttur. Að því loknu verður fundað í Stúkuhúsinu á safnasvæðinu.
Lesa meira

Fyrsti fundur ársins 2014 - Leiðarstjarnan

Fyrsti fundur ársins var haldinn í salnum Háteigi í Grand Hótel í Reykjavik. Meginefni fundarins var námskeiðið "Leiðarstjarnan", sem okkar kona Sigrún Jóhannesdóttir, hélt fyrir deildina. Undirbúningur fundarins var í höndum stjórnar og Sigrúnar Jóhannesdóttur
Lesa meira