30 ára afmæli Betadeildar
2. júní síðastliðinn héldu Betasystur upp á 30 ára afmæli deildarinnar. Það er orðin nokkurs konar hefð á stórafmælum deildarinnar að heiðra konu af svæðinu fyrir framlag til menntunar og/eða menningar. Að þessu sinni var ákveðið að heiðra skáldkonuna Heiðdísi Norðfjörð fyrir framlag hennar til barnamenningar. Afmælisdagurinn hófst því á veitingastaðnum Friðriki V þar sem Heiðdísi var veitt viðurkenning og félagskonur ásamt Heiðdísi og gestum hennar borðuðu saman léttan hádegisverð. Þess má geta að Ingibjörg Einarsdóttir landsforseti kom sérstaka ferð hingað norður til að vera með okkur þennan dag.
Að þessari athöfn lokinni héldu Betasystur sem leið lá í rútu til Húsavíkur undir fagmannlegri leiðsögn einnar Betasysturinnar sem ættuð er frá Húsavík. Á Húsavík var m.a. farið í Safnahúsið og á Hvalasafnið. Húsvíkurkirkja var skoðuð sem og skrúðgarðurinn við Búðará. Betasystirin Hanna Salómonsdóttir sem er forstöðukona sambýlis fatlaðra á Húsavík bauð svo í kaffi og afmæliskringlu á sambýliið en heimilsfólk var í sumarbústaðaferð þessa helgina. Deginum lauk svo á því að borðaður var hátíðarkvöldverður á veitingahúsinu Gamla bauk. Eftir góðar veitingar héldu Betasystur heim um kl. 22 um kvöldið eftir velheppnaðan dag. Myndir frá afmælinu má sjá í myndaalbúminu.
Í tilefni tímamótanna bárust ýmsar góðar kveðjur, m.a. þetta fallega kort frá Gammadeild.