Aðalfundur Betadeildar 2014
17.05.2014
Aðalfundur Betadeildar og jafnframt lokafundur vetrarins var haldinn föstudaginn 16. maí á heimili Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Á fundinum var Herdís Friðfinnsdóttir tekin inn í deildina og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. Ný stjórn var kosin fyrir næstu
tvö starfsár og tóku þær: Björk Sigurðard. (formaður), María Gunnarsd. Aníta Jónsd., Ragnheiður Sigurðard.
og Margrét Jónsd. að sér hlutverkið að þessu sinni. Að fundarstörfum loknum fórum við saman á veitingahúsið Rub
þar sem við áttum notalega stund yfir góðum veitingum.