Afmælisfundur Betadeildar 9.sept. 2017
Laugardaginn 9. september síðastliðinn hélt Betadeild upp á 40 ára afmælið sitt. Afmælisfundurinn var haldinn í Skjaldarvík. Þar var félagskonum boðið til dögurðar sem var glæsilega framreiddur og samanstóð af ýmiss konar heimabökuðu brauði, áleggi, heimagerðum sultum, eggi og beikoni, ljúffengum ávöxtum og rjúkandi kaffi.
Formaður deildarinnar, Aníta Jónsdóttir hélt hátíðarræðu þar sem hún rakti sögu deildarinnar. Hún heiðraði einnig viðstadda stofnfélaga sem var færð 40 ára næla DKG samtakanna og rós. Þeir stofnfélagar sem enn starfa með deildinni eru Sigurhanna Salómonsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Auðunsdóttir.
Silja Garðarsdóttir, dóttir Betakonunnar Bjarkar Sigurðardóttur og dótturdóttir Hönnu Salómonsdóttur stofnfélaga söng fyrir okkur þrjú lög og jók með því á gleði og hátíðleik stundarinnar.
Jóna Benediktsdóttir landsambandsforseti flutti okkur rafræna afmæliskveðju frá Ísafirði.
Það má með sanni segja að Betakonur hafi átt notalega stund saman í Skjaldarvík þennan fallega laugardagsmorgun og framundan er gott starfsár þar sem afmælinu verður fagnað áfram.