Ferð í Lauga í Reykjadal
16.09.2009
Vetrarstarf Betadeildar haustið 2009 hófst með menningar- og skemmtiferð í Reykjadalinn. Tekið var á móti okkur í framhaldsskólanum
þar sem Arnór Benónýsson og Sverrir Haraldsson kynntu fyrir okkur skólahald og sögu staðarins.
Einnig var gamli húsmæðraskólinn skoðaður en þar tók á móti okkur Aðalbjörg Pálsdóttir. Að lokum var svo
snæddur dýrindis kvöldverður að Stórulaugum áður en haldið var heim á ný. Myndir frá ferðinni má sjá á myndasíðunni.