Fyrsti fundur vetrarins

Vetrarstarfi hófst með menningar- og fræðsluferð eins og orðið er að venju hjá Betadeild. Að þessu sinni var farið að Möðruvöllum í Hörgárdal. Séra Sólveig Lára Guðmundasdóttir tók á móti okkur og var byrjað að fara til kirkju.

Þar  sagði Sólveig Lára okkur frá sögu staðarins og rakti ýmislegt sögulegt sem tengist staðnum. Ýmislegt rifjaðist upp fyrir okkur sem við höfðum lært í skóla auk þess sem hún tengdi söguna nýlegum bókmenntum eins og ,,Ofsa” eftir Einar Kárason. Síðan leiddi hún okkur á milli gamalla leiða frægra Íslendinga í kirkjugarðinum. Að þessum fróðleik loknum var farið í fjósið sem til stendur að gera upp og verður örugglega mjög skemmtileg viðbót við staðinn.  ,,Leikhúsið” var næsti viðkomustaður en það er gamalt leikfimihús á staðnum sem alltaf hefur verið kallað leikhús. Það hefur verið gert upp og hélt Betadeild fyrsta fund vetrarins þar. Að fundi loknum beið okkar uppdekkað borð og þjónusta. Við snæddum dýrindis fiskisúpu og franska súkkulaðiköku ásamt kaffi á eftir og spjölluðum langt fram eftir kvöldi. Þetta var góð, fræðandi og skemmtileg kvöldstund sem Betasystur áttu þarna.
Konur héldu heim saddar og mun fróðari um fallegan stað sem er stutt frá flestum okkar.

Myndir frá ferðinni eru komnar í myndaalbúmið okkar