Góðir gestir Betadeildar
02.11.2012
Á fyrsta fundi Betadeildar þetta haustið var ákveðið að nefna þema vetrarins: „Konur fræða konur“.
Ætlunin er að vinna út frá 7. markmiði samtakanna sem hljóðar svona: Að fræða félagskonur um það sem efst er
á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri
þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.
Í samræmi við þetta kom Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík á októberfundinn og fræddi Betasystur um skólamál á breiðum grundvelli, en Laufey Petrea hefur víðtæka reynslu í skólamálum.
Þann 1. nóvember fengu Betasystur til sín Guðnýju Sverrisdóttur sveitarstjóra á Grenivík, en hún hefur gegnt því starfi í 25 ár; var reyndar fyrsta konan til að gegna því starfi á Íslandi. Guðný fræddi Betasystur um efnahagsmál auk þess að fjalla örlítið um það hvernig það er að vera kona í þessu starfsumhverfi.
Í samræmi við þetta kom Laufey Petrea Magnúsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík á októberfundinn og fræddi Betasystur um skólamál á breiðum grundvelli, en Laufey Petrea hefur víðtæka reynslu í skólamálum.
Þann 1. nóvember fengu Betasystur til sín Guðnýju Sverrisdóttur sveitarstjóra á Grenivík, en hún hefur gegnt því starfi í 25 ár; var reyndar fyrsta konan til að gegna því starfi á Íslandi. Guðný fræddi Betasystur um efnahagsmál auk þess að fjalla örlítið um það hvernig það er að vera kona í þessu starfsumhverfi.
Var gerður góður rómur að umfjöllun beggja þessara kjarnakvenna og voru Betasystur mjö ánægðar með báða þessa fundi.