Haustferðin 2014

Fyrsti fundur vetrarins í Betadeild var haldinn fimmtudaginn 11. september. Þá fórum við með rútu hring í Svarfaðardalnum og „guide-aði“ Magga okkar á leiðinni af sinni alkunnu snilld :-). Stoppað var á kirkjustaðnum Tjörn og kirkjan skoðuð og „rúsínan í pylsuendanum“ þar var söngur þeirra hjóna Kristjönu og Kristjáns. Á eftir var farið að Húsabakka, fuglasafnið skoðað og haldinn fundur og borðaður veislumatur. Frábær fundur, eins og alltaf :-) Myndir eru í myndaalbúmi