Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mydeildar
27.12.2012
Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mydeildar var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember. Fundurinn var í boði Mydeildar sem sá um allan undirbúning og
stjórn Mydeildar sá um meðlæti á fundinum sem var glæsilegt jólahlaðborð.
Guðný S. Ólafsdóttir las jólasögu eftir séra Svavar A. Jónsson og Ragnheiður Júlíusdóttir söngkona og My-systir gladdi
okkur með söngatriði. Inn á milli atriða var svo sameiginlegur söngur á jólalögunum. Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur
heimsótti okkur og las úr nýútkominni barnabók sinni Blávatnsorminum og ræddi við okkur um skáldskap. Þetta var notaleg
kvöldstund og gott veganesti inn í komandi aðventu.
Myndir frá fundinum má bæði finna í myndaalbúmi Betadeildar og myndaalbúmi Mydeildar