Samræðuþing á Akureyri á alþjóðadegi kennara 5. október

Á alþjóðadegi kennara laugardaginn 5. október 2019 standa Beta- og Mýdeild DKG fyrir samræðuþingi á Akureyri í samvinnu við Kennarasamband Íslands. Þingið ber yfirskriftina: "Hvenær mætast draumar kennarans og nemandans"? og verður haldið á Strikinu, Skipagötu 14, Akureyri. Þingið hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 13:00.

Dagskrá:

  • Hjörleifur Hjartarson kemur með grín og glens.
  • Myndbandsupptökur þar sem kennarar og nemendur segja nokkur orð um drauma sína í starfi og námi.
  • Dýrleif Skjóldal leikskólakennari segir frá draumastundum í kennarastarfinu.
  • Léttar umræður og veitingar.
  • Niðurstöðum umræðna verður safnað saman og komið á framfæri við Kennarasamband Íslands.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn án skráningar.