Schools for Africa
18.10.2012
Nú á haustdögum sendi Betadeild myndarlega peningaupphæð til styrktar verkefninu Schools for Africa á vegum Unichef. Deildin hefur styrkt menntun barna í Afríku allar götur frá
árinu 2005, að byrjað var að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku.
Söfnunin fer fram með þeim hætti að á hverjum fundi gengur lítil pyngja á milli Betasystra og eru framlög í hana frjáls. Að
loknu starfsárinu er svo það sem safnast hefur yfir veturinn, sem oftast er í kringum 50.000 krónur, afhent Unichef.