Fréttir

Schools for Africa

Nú á haustdögum sendi Betadeild myndarlega peningaupphæð til styrktar verkefninu Schools for Africa á vegum Unichef. Deildin hefur styrkt menntun barna í Afríku allar götur frá árinu 2005, að byrjað var að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku.  
Lesa meira

Vetrarstarfið hafið

Starf Betadeildar þetta haustið hófst með ferð sem farin var um Akureyri og næsta nágrenni þar sem skoðaðar voru minjar um veru hersins hér um slóðir. Gunnar Árnason, faðir Ernu Hildar Betasystur, var leiðsögumaður í ferðinni og sagði okkur frá. Ferðin endaði svo á veitingastaðnum Silva inni í Eyjafirði þar sem Betasystur borðuðu saman hollan og góðan kvöldverð. Myndir frá ferðinni má sjá í myndaalbúmi
Lesa meira

Haldið upp á samstarfið

Þar sem stjórnarskipti hafa átt sér stað í Betadeild ákvað stjórnin sem nú er að láta af störfum að halda upp á gott samstarf síðastliðin tvö ár með því að fara saman út að borða þriðjudaginn 7. ágúst. Goya Tapasbar í Gilinu á Akureyri varð fyrir valinu og átti stjórnin þar saman notalega stund yfir fyrirtaks málsverði. Á myndinni er stjórnin að skála fyrir góðu samstarfi heima hjá Þorgerði formanni áður en lagt er af stað í borðhaldið :-)
Lesa meira

35 ára afmæli Betadeildar

Laugardaginn 2. júní hélt Betadeild upp á 35 ára afmæli sitt. Á þeim tímamótum er tilefni til að heiðra konu fyrir vel unnin störf að mennta- og/eða menningarmálum og hefur deildin gert það á fimm ára fresti. Að þessu sinni varð Rósa Guðrún Eggertsdóttir sérfræðingur á miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri fyrir valinu en hún hefur lagt mikið að mörkum til menntamála. 
Lesa meira

Haustferð Betadeildar

Vetrarstarf Betadeildar haustið 2011 hófst með ferð á Blönduós fimmtudaginn 1. september en það er orðin nokkurs konar hefð að byrja vetrarstarfið með einhvers konar ferð á menningarstað. Á Blönduósi skoðuðum við saman Heimilisiðnaðarsafnið undir góðri leiðsögn safnstjóra. Nutum við allar stundarinna vel og bar okkur öllum saman um að þetta væri mjög svo áhugavert safn að skoða. 
Lesa meira

Blómlegt starf í Betadeild

Starfið í Betadeild hefur verið blómlegt núna eftir áramótin eins og endranær :-) Í janúar var bókafundurinn góði á sínum stað og kynntu Betakonur margar áhugaverðar bækur sem þær höfðu lesið. Listinn yfir bækurnar er kominn á vefinn.
Lesa meira

Frá jólafundi

Vek athygli Betasystra á að nokkrar myndir frá jólafundinum okkar eru komnar á vefinn hér undir Myndir.
Lesa meira

Fyrsti fundur vetrarins

Vetrarstarfi hófst með menningar- og fræðsluferð eins og orðið er að venju hjá Betadeild. Að þessu sinni var farið að Möðruvöllum í Hörgárdal. Séra Sólveig Lára Guðmundasdóttir tók á móti okkur og var byrjað að fara til kirkju.
Lesa meira

Bókalistinn kominn á vefinn

Á janúarfundi Betadeildar er venjan að segja frá þeim bókum sem lesnar hafa verið nýlega. Nú er listi yfir bækurnar komnar hér á vefinn undir þessari slóð: http://dkg.muna.is/betadeild/page/beta_bokafundur/.
Lesa meira

Gleðilegt ár

Stjórn Betadeildar óskar Betasystrum sem og öllum DKG systrum gleðilegs árs og þakkar samstarfið og samveruna á liðnu ári. Um leið minnum við á fyrsta fund ársins sem er bókafundurinn okkar góði. Hann verður haldinn á heimili Bjarkar Sigurðardóttur að Stokkahlöðum 1, Eyjafjarðarsveit og hefst klukkan 19:30 að vanda.
Lesa meira