Fréttir

Aðalfundur Betadeildar 2014

Aðalfundur Betadeildar og jafnframt lokafundur vetrarins var haldinn föstudaginn 16. maí á heimili Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
Lesa meira

Vorþing á Ísafirði 2014

Helgina 10.–11. maí sátu konur úr Beta- og Mýdeild vorþing samtakanna á Ísafirði. Hópur úr báðum deildum ákvað að „rugla saman reitum“ og skella sér saman á Ísafjörð. Lagt var af stað um miðjan dag, föstudaginn 9. maí í rútu á vegum BSA sem Gunnar maðurinn hennar Ernu í Betadeild stýrði. Hópurinn var kominn á Ísafjörð um kl. 22:30 um kvöldið eftir langt en skemmtilegt ferðalag þar sem „nestispásurnar“ léku ekki minnsta hlutverkið :-)
Lesa meira

Jónína fékk styrk úr The Lucile Cornetet Professional Development Award

Það er gaman að geta sagt frá því að Jónína Hauksdóttir formaður deildarinnar fékk á dögunum 1.057 dollara styrk úr Lucile Cornetet sjóðnum, nánar tiltekið þeim hluta hans sem kallast Individual Awards for Professional Development. Sá hluti sjóðsons styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (ekki bara DKG konur) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs).
Lesa meira

Margrét Albertsdóttir er látin

Margrét Albertsdóttir, sem var ein af stofnfélögum Betadeildar, lést mánudaginn 24. febrúar á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi Margréti Albertsdóttur.
Lesa meira

Nýtt á vefnum

Ágætu Betasystur Bókalistinn okkar er kominn á vefinn okkar ásamt nöfnum bókanna sem við ætlum að lesa fyrir leshringsfund.
Lesa meira

Sameiginlegur jólafundur

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mýdeildar var haldinn þriðjudaginn 3. desember. Fundurinn var haldinn í sal hússtjórnarbrautar VMA. Þar er alltaf jafn yndislegt að vera...svo fallega skreyttur salurinn þeirra og allt svo handhægt í tengslum við matarstúss :-) 
Lesa meira

Þórunn Bergsdóttir látin

Þórunn Bergsdóttir, ein úr hópi stofnfélaga Betadeildar lést aðfararnótt laugardagsins 11. maí eftir erfið veikindi. Við minnumst hennar með söknuði og þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og þökkum henni samfylgdina. Jafnframt sendum við aðstandendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi Þórunni Bergsdóttur.
Lesa meira

Bókalistinn kominn á vefinn

Nú er bókalistinn okkar frá bókafundinum 2013 kominn á vefinn á þessari slóð: http://dkg.muna.is/static/files/skjol_Betadeild/bokalisti_2013.pdf
Lesa meira

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mydeildar

Sameiginlegur jólafundur Beta- og Mydeildar var haldinn miðvikudaginn 29. nóvember. Fundurinn var í boði Mydeildar sem sá um allan undirbúning og stjórn Mydeildar sá um meðlæti á fundinum sem var glæsilegt jólahlaðborð. 
Lesa meira

Góðir gestir Betadeildar

Á fyrsta fundi Betadeildar þetta haustið var ákveðið að nefna þema vetrarins: „Konur fræða konur“.  Ætlunin er að vinna út frá 7. markmiði samtakanna sem hljóðar svona:  Að fræða félagskonur um það sem efst er á baugi í efnahagsmálum, félagsmálum, stjórnmálum og menntamálum og stuðla með því að vaxandi skilningi og virkri þátttöku þeirra í samfélagi þjóðanna.
Lesa meira