Afríkuverkefnið í Betadeild

Schools for Africa

Á haustdögum (2012) sendi Betdeild 50.000 krónur til Unichef til styrktar verkefninu Schools for Africa. Betdeild hefur styrkt menntun barna í Afríku á hverju ári síðan 2005. Upphaf þess má rekja til þess að árið 2004 kom starfsmaður frá Unichef (Stefán) og kynnti verkefni sem snerist um að safna peningum til styrktar menntunar stúlkna í Guinea Bissau í Afríku fyrir landsambandinu á framkvæmdaráðsfundi.

Samtökin ákváðu að styrkja verkefnið með 100.000 króna framlagi úr landsambandssjóði og hvöttu til þess að formenn deilda kynntu verkefnið í sínum deildum og hugað yrði að frekari söfnun í vetrarstarfinu framundan. Betadeild ákvað að taka þetta verkefni upp á sína arma og vorið 2005 gaf Betadeild 50.000 krónur í þessa söfnun og æ síðan hefur verið gefin álíka upphæð á hverju vori.

Til gamans má geta þess að vorið 2005 höfðu safnast 17.000 krónur í sjóðinn þegar komið var að síðasta fundi og var þá samþykkt að hver og ein kona myndi leggja fram 1000 kr. aukalega í sjóðinn og sjóður deildarinnar myndi bæta við því sem upp á vantaði í 50.000 krónurnar.

Sjá  frétt á vef Unichef og Facebook-síðu samtakanna og umfjöllun á vef Betadeildar.


Síðast uppfært 23. jan 2021