Framkvæmdaáætlun 2023-2025

Könnun meðal félaga

Mikilvægt er að skoða reglulega hug félaga til starfseminnar, þ.e. hvað er gott og hvað
má betur fara. Á forsetafundi í Dallas í júní 2023 var niðurstaða verkefnis meðal
þátttakenda að slík könnun nýttist samtökunum vel í sífellt breytilegum heimi

Samtökin verði sýnilegri í íslensku samfélagi

Í DKG eru mörg tækifæri fyrir konur til þroska og þróunar. Sýn ileiki er nauðsynlegur svo
laða megi áfram ungar konur að samtökunum og kynna þau enn frekar. Auka mætti
samstarf milli deilda, efla og styðja við frumkvæði deilda í þessu skyni til að gera
samtökin enn sýnilegri o.s.frv.

Samtökin láti sig menntamál enn meiru varða

Í DKG konum býr mikill auður. Á árum áður gáfu DKG konur m.a. umsagnir um frumvörp
um menntamál. Hlutverk menntmálanefndar er m.a. að fjalla um „verkefni sem snerta
fræðslu og menntamál, þ.m.t. löggjöf á sviði menntamála og gerir tillögur um
s ameiginleg viðfangsefni.“ Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar i menntamálum.
Eflaust koma DKG konur að þeim málum og samtökin gætu beitt sér enn frekar með því
að bjóða fram krafta sína í þágu mennta.

 

Samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 2. September 2023.


Síðast uppfært 10. sep 2024