Framkvæmdaáætlun 2013–2015

STYRKJUM TENGSL TIL FRAMTÍÐAR

Félaga- og útbreiðslumál

  • Unnið verður að eflingu innra starfsins. Viðhalda og fjölga þarf konum í deildum og taka inn konur sem hafa ólíka menntun og reynslu og sinna ólíkum fræðslustörfum.
  • Auka þarf virkni félagskvenna í deildastarfi, vorþingum, erlendu samstarfi og miðlun/skrifum á vef samtakanna. Mikilvægt er að forseti mæti á fundi hjá deildum og hvetji konur til þátttöku og frumkvæðis í starfi deildanna. Forseti þarf að vera  í góðu samstarfi við formenn. Upplýsingamiðlun þarf að vera öflug, bæði á vefnum og innan deildar. Efla félagskonur með því að benda á hvað þær eru að gera, einhver góð verk, menntun, sjálfboðaliðastörf o.fl. Þakka þeim, hvetja þær og segja frá störfum félagskvenna.

Samskipta- og útgáfumál

  • Hvetja DKG konur til að efla samskipti sín á milli og milli deilda. Fá fyrirlesara úr öðrum deildum, fara í heimsóknir og sækja fundi í öðrum deildum og öðrum landshlutum. Nýta sér tengslanetið, fara í göngur saman.
  • Stefnt verður að því að fá konur til að birta greinar og fræðsluefni á heimasíðunni
  • Forseti og/eða stjórnarkonur heimsæki allar deildir á kjörtímabilinu og/eða nýti sér fjarfundarbúnað (Skype).
  • Virkja Facebook (FB) síðu samtakanna með því að setja meira af fréttum þar inn, setja slóð yfir á heimasíðuna þegar nýjar fréttir birtast þar. Reynt verður að fá sem flestar konur til að vera vinir á FB og skrifa inn á síðuna. Þetta er lokaður hópur og því hægt að efla samskipti og umræður milli DKG kvenna þar.
  • Fréttir frá forseta/stjórn verði reglulega settar  inni á heimasíðunni og á FB.
  • Á vefnum verði reglulega minnt á ákveðna skiladaga t.d. á umsóknum um styrki, fyrirlestra o.fl. Efla viðburðadagatal með tenginu yfir á FB.
  • Fréttabréfið verði rafrænt með möguleika á útprentun, formenn hvattir til að prenta út eintök fyrir þær konur sem ekki nýta sér vefinn.
  • Formenn eru hvattir til að nýta sér lögin, reglugerðir og handbókina sem er á vefnum.
  • Hvetja deildir til að vera sýnilegar í sínum byggðarlögum t.d. með því að senda fréttir á síður staðarblaða, hafa skoðanir í fræðslumálum og koma þeim á framfæri og reyna að láta gott af sér leiða í fræðslumálum landsins (svæðisins).
  • Hvetja félagskonur til að nýta sér mismunandi reynslu hver annarrar í starfi og standa við bakið á nýjum félagskonum.
  • Hvetja konur til að senda efni á heimasíðu alþjóðasamtakanna, í News, Bulletin og Euforia.
  • Hvetja konur til að sækja um styrki hjá alþjóðasamtökunum og gefa kost á sér í alþjóðanefndir.
  • Endurskoða og endurútgefa kynningarbækling samtakanna.

Laga- og reglugerðarmál

  • Vinna þarf áfram að endurskoðun laga og reglugerða
  • Endurskoða handbókina
  • Kynna laga- og reglugerðarbreytingar snemma, vekja athygli á þeim á vefnum áður en þær fara til samþykktar á aðalfundi. Reyna að fá álit sem flestra félagskvenna á lögum, reglugerðum og handbók.

Menntamál

  • Leiðtoganámskeið. Deildir geta fengið leiðtoganámskeið sem Sigrún Jóhannesdóttir sér um og henta bæði félagskonum jafnt sem öðrum konum í stjórnunarstöðum. Kostnaður verður í lágmarki og deildir geta auglýst námskeiðin og jafnvel selt inn á þau.
  • Hægt er að fá gott efni frá alþjóðasamtökunum sem hentar deildum sem eru að rífa upp innra starfið. Nánari upplýsingar veitir forseti. 
  • Vorþing verður haldið á Ísafirði 10. maí 2014. Hægt er að opna þingið fyrir gestum DKG kvenna og þannig geta fleiri notið frábærra fyrirlestra og jafnframt kynnst samtökunum.
  • Landssambandsþing verður haldið í Reykjavík vorið 2015.

Síðast uppfært 11. maí 2017