Vorráðstefna 2008

 
Vorráðstefna Delta Kappa Gamma var haldin í Menntaskólanum í Kópavogi
laugardaginn 17. maí nk. klukkan 9:30–15:30.
 
Yfirskrift ráðstefnunnar var:

HEIMURINN ER HEIMA – íslensk fjölmenning í lífi og starfi, námi og leik.

Dagskrá þingsins

Ráðstefnugestir voru tæplega 60 talsins. Á þessari ráðstefnu var félagskonum boðið að taka með sér einn gest, náttúrulega konu og er það í fyrsta skipti sem það hefur verið gert. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir og nýttu allmargar konur sér tilboðið og buðu með sér gesti.

Mjög góður rómur var gerður að þeim fyrirlestrum sem í boði voru og má nálgast glærur frá þeim hér að neðan:

Nám og kennsla barna í fjölmenningarlegu umhverfi
Hulda Karen Daníelsdóttir kennsluráðgjafi í þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða

Kynning á Fjölmenningarsetrinu
Elsa Arnardóttir framkvæmdarstjóri

Hefur staða innflytjenda í íslensku samfélagi batnað?
Kristín Jónsdóttir skrifstofustjóri og fulltrúi menntamálaráðuneytis í innflytjendaráði

Hvað þarf leikskólinn að hafa í huga í samstarfi og vinnu með foreldrum og börnum af erlendum uppruna?
Fríða Bjarney Jónsdóttir verkefnastjóri vegna barna af erlendum uppruna í leikskólum Reykjavíkur

Kynning: Íslenskubrautin í Fjölbrautarskólanum í Ármúla
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir framhaldsskólakennari

Tækifæri í fullorðinsfræðslu innflytjenda
Hulda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri

Síðast uppfært 02. okt 2020