Landssambandsþing 2023

Landssambandsþing haldið á Hótel Örk í Hveragerði 13.-14. maí 2023.
Þema þingsins: FRAMTÍÐARMENNTUN og hlutverk hennar í samfélagslegu samhengi

Fundargerð þingsins 13. maí 2023
Fundargerð aðalfundar 14. maí 2023
 

Hér má nálgast fyrirlestra þingsins

Epsilondeild ásamt menntamálanefnd og stjórn sjá um undirbúning þingsins. Dagskráin er að mestu tilbúin en lítilsháttar breytingar gætu átt sér stað.
Dagskrá laugardagsins 13. maí:

9:00 - 9:30 Morgunhressing og skráning
9:30 - 9:50 Þingsetning - Guðrún E. Bentsdóttir, forseti DKG
9:50 - 10:00 Tónlistaratriði
10:00 - 10:40 Starfsþjálfun kennara og kennaranema - Eija Liisa Sokka-Meany (af neti).

Eija Liisa Sokka-Meany landssambands forseti Finnlands og alþjóðlegur fyrirlesari fjallar um nám og starfsþjálfun kennaranema í Finnlandi með áherslu á nám og kennslu í skóla framtíðarinnar.

10:40 - 10:50 Umræður og fyrirspurnir um erindi aðalfyrirlesara
10:50 - 11:05 Kaffihlé
11:05 - 11:40 Skóli framtíðarinnar - Soffía Vagnsdóttir skrifstofustjóri. 
Soffía Vagnsdóttir hefur lokið MA í menningarstjórnun og MA í Evrópufræðum
og lýkur í vor diplómanámi í jákvæðri sálfræði. Hún hefur síðustu fimm ár starfað sem skrifstofustjóri fagskrifstofu grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún starfaði áður sem fræðslustjóri á Akureyri og einnig sem skólastjóri í Bolungarvík.
11:40 - 12:00 Samræða um erindi morgunsins
12:00 - 12:10 Birtar hugleiðingar hópsins eftir samræðu (MENTI).
12:10 - 13:00 Hádegisverður
13:00 - 13:30 Gervigreind í skólastarfi  -  Hjörtur Ágústsson verkefnisstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar (á neti).
13:30 - 14:10 Framtíðin er núna, skólaþróun í Menntaskóla Borgarfjarðar – Signý Óskarsd. þróunarstjóri.

Signý Óskarsdóttir er með MA gráðu í menningarstjórnun og hefur starfað sem stjórnandi á þremur skólastigum og hefur reynslu af opinberri stjórnsýslu. Hún hefur tekið að sér ýmis þróunarverkefni og leitt skapandi starf fyrir sveitarfélög og stofnanir. Signý starfar sem þróunarstjóri menntunar í Menntaskóla Borgarfjarðar.

14:10 - 14:50 Magnað líf – Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir.

Dr. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir er fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík. Hún lauk doktorsprófi í atferlisfræði með áherslu á stjórnun og hefur starfað víða um heim sem ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun. Hún er einn af stofnendum Magnavita ehf. sem snýst um að fjölga spennandi og heilbrigðum æviárum.

14:50 - 15:20 Kaffihlé
15:20 - 15:40 Samræða um erindi seinni hluta
15:40 - 16:00 Birtar hugleiðingar hópsins eftir samræðu (MENTI).
16:00 Dagskrárlok á fræðilegri dagskrá
  Að lokinni fræðilegri dagskrá verður boðið upp á menningarferð í Listasafn Árnessýslu, Hveragerði.
19:30 Hátíðarkvöldverður

Dagskrá sunnudagsins 14. maí: Aðalfundur landsambandsins kl. 9:30–12:30

  • Setning
  • Orð til umhugsunar.
  • Minning látinna félaga.
  • Ávarp frá fulltrúa Alþjóðasambands DKG, Marie-Antoinette de Wolf, Evrópuforseti.
  • Hefðbundin aðalfundarstörf:
    1. Kosning fundarstjóra
    2. Kosning tveggja fundarritara.
    3. Skýrsla stjórnar (forseti)– umræður.
    4. Reikningar lagðir fram (gjaldkeri) – umræður
    5. Fjárhagsáætlun lögð fram.
    6. Árgjald ákveðið.
    7. Skýrslur nefnda landsambandsins
    8. Úthlutun úr námsstyrkjasjóði.
    9. Kosning forseta landssambands.
    10. Kosning annarra stjórnarmanna landssambands.
    11. Kosning í uppstillingarnefnd.
    12. Kosning tveggja endurskoðenda.
    13. Laga- og reglugerðarbreytingar.
    14. Ályktanir og tillögur sem berast til landsambandsþings.
  • Önnur mál 
  • Fundarslit og hádegishressing um klukkan 12:30

Á þinginu ræður meirihluti greiddra atkvæða skráðra þátttakenda.


Minningarganga:

Samtökin Göngum saman munu á sunnudeginum 14. maí nk. efna til minningargöngu um Gunnhildi okkar Óskarsdóttur, félaga í Kappadeild DKG sem féll frá 17. mars sl. Sjá slóð á viðburðinn þeirra á Facebook https://fb.me/e/4mJQ0p0vJ.

Til að minnast Gunnhildar og verka hennar í þágu grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og styrkja samtökin Göngum saman sem hún stofnaði í sama tilgangi verður efnt til minningargöngu um Gunnhildi að loknum aðalfundinum sunnudaginn 14. maí. Konur eru því hvattar til að taka með sér létta gönguskó og regnheldan jakka. Gangan verður í umsjón Ingileifar Ástvaldsdóttur og Magneu Helgadóttur í Mýdeild sem sjá um undirbúning og verða með söluborð frá Göngum saman en Vera Ósk Valgarðsdóttir í Epsilondeild mun leiða gönguna.


Uppstillingarnefnd 2021 – 2023:
Jóna Benediktsdóttir, Alfadeild, Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, Alfadeild, Björk Einisdóttir, Gammadeild.

Uppstilling til landssambandsstjórnar 2023 - 2025:

Forseti: Árný Elíasdóttir, Gammadeild, 1. varaforseti:  Steingerður Kristjánsdóttir Lambdadeild, 2.varaforseti : Málfríður Þórarinsdóttir Alfadeild, Ritari : Vilborg Ása Bjarnadóttir, Iotadeild, Meðstjórnandi: Rósa Marta Guðnadóttir, Epsilon,

Uppstillingarnefnd 2023 - 2025: Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, Alfadeild, formaður, Guðrún Edda
Bentsdóttir, Kappadeild, Birna Sigurjónsdóttir, Lambdadeild
Skoðunarmenn reikninga 2023 - 2025: Hanna H. Leifsdóttir, Gammadeild og Iðunn Antonsdóttir,
Lambdadeild


Hagnýtar upplýsingar:

Ráðstefnugjaldið fyrir félagskonur er 13.000 krónur og er allt innifalið í því gjaldi nema gisting. Hátíðarkvöldverður verður fram reiddur á Hótel Örk á laugardagskvöldinu og hefst klukkan 19:30 stundvíslega. Boðið er upp á aðalrétt, eftirrétt og kaffi og er það innifalið í ráðstefnugjaldinu. Deildirnar eru beðnar að undirbúa örstutt „skemmtiatriði“ til að flytja við borðhaldið. 

Skráning er hafin á þessari slóð. Athugið að skráning er samt ekki gild fyrr en ráðstefnugjaldið hefur verið greitt inn á reikning landssambandsins sem er: 0546- 26 -002379, kt. 491095-2379.

Gisting er í boði á Hótel Örk. Hér er hlekkur á að bóka herbergi:

Dagskrá til útprentunar

Myndir frá þinginu eru í myndaalbúmi


Síðast uppfært 11. des 2023