Vorráðstefna 2012

Frá orðum til athafna

Umfjöllun um vorráðstefnuna í Broadcasting the Buzz
Einnig var fjallað um samtökin í
viðtali við Jensi Souders í Morgunblaðinu 27. apríl 2012


Vorráðstefna Delta Kappa Gamma árið 2012 var haldin í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík laugardaginn 28. apríl kl. 9:30 – 15:30. Þema ráðstefnunnar var sótt í núverandi leiðarljós samtakanna: Frá orðum til athafna. Með það í huga mótaði menntamálanefnd hugmyndir að vorráðstefnu samtakana 2012 og lutu þær að leiðtogafærni, forystu og samstarfi. Í starfi nefndarinnar hefur verið rætt hvernig samtökin geti verið hreyfiafl mikilvægra verka í samfélaginu og hvernig sá mannauður sem í samtökunum býr verði best nýttur. Þar viljum við annars vegar líta til leiðtogahæfni hverrar konu fyrir sig, hins vegar til þess hvernig efla megi áhrifamátt samtakanna út á við. Frummælendur vorþingsins voru valdir með markmið og leiðarljós samtakana í huga. Jafnframt gafst félagskonum færi á að ræða málin frekar í málstofum. Dagskrá þingsins var eftirfarandi:
 
 09:30–10:00 Morgunhressing. 
 10:00–11:00 Setning. 
10:00 - 10:10  Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti DKG
10:10- 10:25 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
10:25 - 10:30 Tónlistaratriði
10:30 - 11:00 Dr. Jensi P. Souders, alheimsforseti DKG.
 11:00–11:40  Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.
 11:40–12:00 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofunar H.Í.
 12:00–12:45 Hádegisverður.
 12:45–13:00 Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra.
 13:15–13:20 Tónlistaratriði.
 13:20–14:45 Umræðuhópar:
A. Að virkja leiðtogann í eigin lífi.
B. Að efla tengsl kvenna innan samtakanna.
C. Að styrkja stöðu samtakanna út á við.
D. Að efla persónulegan og faglegan þroska félagskvenna og hvetja þær til virkni.
 14:45–15:15 Samantekt úr umræðum.
 15:15–15:20 Lokaorð.
 15:20–15:30 Þakkir og ráðstefnuslit.

Ráðstefnugjald var kr. 5.000.- og greiddist inn á reikning samtakanna 546-26-2379, kt. 491095-2379. Gott að setja nafn sitt og deild í skýringarreit. Innifalið í ráðstefnugjaldi var morgunkaffi, hádegisverður og léttar veitingar í lok þingsins.
Þegar skráningargjald hafði verið greitt taldist viðkomandi skráður á ráðstefnuna.

Síðast uppfært 02. okt 2020