Lands. þing 2025

Landssambandsþing DKG 2025.

50 ára afmælisþing Delta Kappa Gamma á Íslandi
haldið laugardaginn 10. maí 2025 í Salnum Kópavogi

VISKA - VIRKNI - VELFERÐ
Kraftmiklar konur og samfélagslegt framlag þeirra

Menntamálanefnd ásamt stjórn landssambandsins sjá um undirbúning þingsins. Konur eru hvattar til að taka með sér gesti á afmælisþingið í Salnum. Verð: 7500 krónur. Innifalið er morgunkaffi, léttur hádegisverður og síðdegiskaffi.

Dagskrá laugardagsins 10. maí:

9:30 - 10:00 Konur mæta - morgunhressing á staðnum
10:00 - 10:15 Þingsetning og morgunsöngur - Árný Elíasdóttir, landssambandsforseti DKG
10:15 - 10:45 ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR
„Óáþreifanlegar auðlindir Íslendinga“ 
Menningarfrumkvöðlar og fjölþætt hlutverk þeirra.

Anna Hildur starfar sem fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst. Hún er kvikmyndagerðarkona sem starfaði um 20 ára skeið í tónlistargeiranum. Fyrsta heimildamyndin hennar í fullri lengd sem nefnist A Song Called Hate og fjallar um Eurovision-gjörning Hatara árið 2019, var tilnefnd til tvennra Edduverðlauna 2021. Hún leiddi uppbyggingu Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og NOMEX sem er norrænt samstarfsverkefni um tónlistarútflutning. Hún leiddi einnig vinnuna við kortlagningu og skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina sem kom út árið 2011.
Anna Hildur er með BA-próf í íslensku og kennsluréttindanám frá HÍ. Hún tók MA í útvarpsvinnu frá Lundúnaháskóla með áherslu á útvarpsleikhús. Hún hefur búið og starfað í Bretlandi undanfarin 30 ár en flutti nýverið til Íslands.

10:45 - 10:50 Stutt hreyfihlé
10:50 - 11:20 SUNNEVA HALLDÓRSDÓTTIR
Efnasúpan í lífi okkar“. 

Sunneva er með BS gráðu í lífeindafræði og er í mastersnámi í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Hún heldur úti Instagram síðunni Efnasúpan. Hún hefur beint sjónum að ýmsum óæskilegum efnum sem notuð eru bæði í snyrtivörur, fatnað og matvöru í okkar daglega lífi og vinnur að rannsókn sem snýr að því að kanna hvort hún finni svokölluð PFAS efni í brjóstamjólk og blóði íslenskra kvenna, og hvort hún geti dregið ályktun um hvaðan slík efni eru að berast.

11:20 - 11:30 Stutt hugleiðsla
11:30 - 12:00

NÝR AFMÆLISSÖNGUR
Deltakonurnar Theodóra Þorsteinsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir höfundar lags og texta munu kenna okkur sönginn.

12:00 - 13:00 Hádegisverður
13:00 - 13:15 Tónlistaratriði
13:15 - 13:45

DR. BEVERLY HALL-MAUGHAN
alþjóðaforseti Delta Kappa Gamma ávarpar þingið.

13:45 - 14:15

SOFFÍA VAGNSDÓTTIR
„Hvað gleður okkur?“ Leiðir til að kjarna okkur í erli dagsins.

14:15 - 14:45 Kaffihlé
14:45 - 15:25

BRYNDÍS JÓNA JÓNSDÓTTIR
„Farsæld kennara forsenda farsældar í skólastarfi“ Möguleg áhrif núvitundar á mikilvæga þætti velfarnaðar í flóknu starfi kennara.
Bryndís Jóna Jónsdóttir er aðjúnkt og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur lokið MA-gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá HÍ, B.Ed-prófi frá KHÍ og MA diplómu í jákvæðri sálfræði frá EHÍ. Auk þess hefur hún lokið margvíslegri kennsluþjálfun á sviði núvitundar og samkenndar bæði hérlendis og erlendis. Bryndís Jóna hefur yfir 25 ára starfsreynslu á sviði kennslu, náms- og starfsráðgjafar, stjórnunar og skólaþróunar á öllum skólastigum. Árið 2014 opnaði Bryndís Jóna Núvitundarsetrið ásamt þremur öðrum konum.

15:25 - 15:45

LOLLÝ MAGG
Uppistandari og leikkona frá Akranesi.

15:45 - 16:00

RÁÐSTEFNUSLIT
Árný Elíasdóttir landssambandsforseti DKG.

 
 

Hátíðardagskrá á Hótel Reykjavík Grand – Háteigur 4. hæð
Verð kr. 9.500

18:00 - 19:00 Fordrykkur í boði DKG
19:00 - ???

HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR
Forréttur - Hvannar og anísgrafin bleikja. Sinnepssósa, agúrka, dill, pera, salat, rúgbrauð.
Aðalréttur - Lamba innralæri. Sinneps og kryddjurtahjúpa innralæri, bakaður rauðlaukur, stökkt kartöflusmælki, blandað grænmeti, basilsósa.
Eftirréttur - Ástríðuávaxtamús með mangósósu.
*Gestir eru vinsamlegast beðnir um að gera grein fyrir sérþörfum vegna fæðis um leið og þeir skrá sig á ráðstefnuna (sjá skráningarblað)

Hagnýtar upplýsingar

Skráning á viðburði
Skráning er hafin á þessari slóð. Athugið að skráning er samt ekki gild fyrr en gjald fyrir ráðstefnu og/eða hátíðarkvöldverð hefur verið greitt inn á reikning landssambandsins: 0546- 26 -002379, kt. 491095-2379
*Mikilvægt er að setja nafn sitt og nafn deildar í reitinn „Mín skýring“ í heimabankanum.

Samgöngur

Gisting - Hótel Reykjavík Grand
DKG á frátekin 20 herbergi á Hótel Reykjavík Grand. Skráningarfrestur er til 1. apríl.
Verð:

  • Eins manns herbergi kr. 32.500
  • Tveggja manna herbergi á kr. 35.900.

Verðið miðast við herbergi í eina nótt. Innifalið í verði er morgunverður, aðgangur að líkamsrækt, 11% vsk og kr. 666 gistináttaskattur.
Skráning sendist á michael@hotelreykjavik.is með Delta Kappa Gamma í efnislínu/subject. Gisting greidd á staðnum.

Dagskrá til útprentunar


Síðast uppfært 09. mar 2025