Tákn
Starfsárið 2008-2009 var hannað og tekið í notkun nýtt merki samtakanna. Það er til í nokkrum útfærslum og er aðgengilegt í hárri upplausn til útprentunar, en einnig í lægri upplausn til notkunar á vef. Merkin í öllum útfærslum (ásamt öðrum merkjum samtakanna) má nálgast á vef alþjóðasambandsins.
Delta Kappa Gamma samtökin eiga og nota ýmiss konar tákn sem birtast í þeim veraldlegu munum sem notaðir eru við ýmis tækifæri í samtökunum.
Nafn samtakanna, Delta Kappa Gamma, undirstrikar hlutverk okkar sem konur í lykilstöðum í fræðslumálum. Delta er fyrsti stafurinn í gríska orðinu Didaskotikai (dídaskótíkæ) sem merkir kennari. Kappa er fyrsti stafurinn í gríska orðinu Kleiduchai (kleidukæ) sem merkir lykill. Gamma er fyrsti stafurinn í orðinu Gynaikes (gínækeis) sem merkir konur.
Litir Delta Kappa Gamma eru rautt og gyllt. Rauði liturinn er tákn þess hugrekkis sem þarf til að ná árangri og sá gyllti er tákn tryggðarinnar við meðlimi og hugsjónir samtakanna.
Barmnæla félagskvenna er lykill og er hann tákn fyrir markmið og hugsjónir Delta Kappa Gamma. Markmið samtakanna eru ekki einungis félagsleg heldur tilraun til þess að efla faglegan áhuga kvenna í þeim tilgangi að bæta uppeldisstofnanir og búa börnum betri framtíð. Lykill samtakanna er gyllt sporaskja. Þvert yfir hana miðja eru grísku stafirnir DKG. Yfir þeim er lárviðarkrans sem táknar þá stöðu sem þær konur sem bera þennan lykil hafa náð. Undir stöfunum er bikar sem er tákn þekkingar.
Skjaldarmerki samtakanna er rauður skjöldur með gylltum borða. Þrjár Tudor rósir á borðanum tákna hugsjónir samtakanna um vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Lampinn sem logar og opna bókin á skildinum undirstrika fræðimennsku og þekkingu. Lárviðarsveigarnir eru hin hefðbundnu tákn afreka og heiðurs
Blóm samtakanna er rauð rós, sem er stórkostleg sköpun náttúrunnar en endurspeglar jafnframt andríki og sköpunargáfu. Rauði liturinn á rósinni er tákn þess hugrekkis sem þarf til að ná árangri.
Síðast uppfært 15. apr 2017