Ávinningur

Ávinningur af þátttöku í Delta Kappa Gamma samtökunum er víðtækur og fjölbreyttur. Unnið er eftir markmiðum samtakanna en þau spanna vítt svið og gefa mikla möguleika til leiks og starfs.

Þeim konum sem starfað hafa í þessum samtökum, ber saman um að þátttakan gefi þeim margfaldan ávinning og veiti þeim gleði og ánægju.

Flestar telja að mesti ávinningurinn sé sú vinátta sem myndist milli félagskvenna í samtökunum. Einnig telja þær að þátttakan efli faglega vitund þeirra, þjálfi þær í stjórnunarstörfum, efli kynni milli landshluta, landa og heimsálfa og treysti sambönd milli kvenna á ólíkum skólastigum og jafnframt opni þeim nýja sýn á störf annarra og minnki bil milli skólastiga. Ennfremur er mikill ávinningur í að hitta fólk víðs vegar að úr atvinnulífinu, heyra viðhorf þess, bæta við sig þekkingu og skiptast á skoðunum.

Möguleiki er á að sækja svæðisfundi Evrópusvæðisins, sem Ísland á aðild að, eða annarra svæða í Bandaríkjunum sem haldnir eru á oddatölu og/eða alþjóðaþingið sem haldið er annað hvert ár á jafnri tölu oftast í hinum ýmsu borgum Bandaríkjanna.

Hægt er að sækja um að vera gestafyrirlesari í tengslum við samtökin og fá þannig möguleika á að koma sínum viðhorfum áleiðis til heimsins. Einnig berast félagskonum ýmis tilboð varðandi námskeið á vegum alþjóðasamtakanna eða hinna ýmsu landssamtaka.


Síðast uppfært 01. nóv 2015