Landsambandsþing 2021
Föstudaginn 7. maí var aðalfundur landssambandsins haldinn í fjarfundi á Zoom en annarri dagskrá landssambandsþings frestað þar til síðar..
Fundargerð aðalfundar 7. maí 2021
Skýrsla landssambandsforseta á landssambandsþingi 2021
Haustráðstefnu DKG sem vera átti í Reykjanesbæ 4. sept. hefur verið aflýst.
Þann 3. september verður haldinn framkvæmdaráðsfundur á Zoom. Í framkvæmdaráði eru allir formenn deilda og stjórn landssambandsins.
Þema þingsins: Fjölbreytni og sveigjanleiki í menntun til framtíðar.
Laugardagurinn 4. september | |
Ath. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið fyrir haustið |
|
09:30 | Húsið opnar. Heitt á könnunni. |
09:50 | Setning. Guðrún Edda Bentsdóttir, forseti landssambands DKG á Íslandi. |
10:00 | Tími, rými og nám: Ný tækni og tækifæri. Sólveig Jakobsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í erindinu er fjallað um nýtingu stafrænnar tækni í menntun á Íslandi og þróun fjar- og netnáms á mismunandi skólastigum. Áhrif COVID-faraldursins á nemendur og skólastarf eru skoðuð í þessu sambandi og litið til rannsókna hér á landi og erlendis. Fjallað er um hversu vel grunn- og framhaldsskólar virtust vera í stakk búnir til að takast á við nýjar aðstæður sem sköpuðust með engum fyrirvara. Þá er rætt um þróun menntunar og tækifæri sem felast í þeim reynslubanka skólafólks og almennings sem myndast hefur á undanförnum misserum með stóraukinni nýtingu stafrænnar tækni og netlausna í námi og störfum. |
10:35 |
Framhaldsskólinn á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Guðrún Ragnarsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. |
11:05 | Hreyfihlé. |
11:15 |
Nám framtíðar, hvernig lítur það út? Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri. |
11:45 |
Umræður. Ein spurning frá hverjum fyrirlesara. Skil úr umræðum verð á rafrænu formi í Padlet, einn dálkur fyrir hverja spurningu. Þar setja hópar niðurstöður umræðna. |
12:15 | Hádegisverður. |
13:15 | Samantekt úr umræðum. Padlettunni varpað á vegg og allir geta séð og rætt niðurstöður allra hópa. |
13:45 |
Hlutverk fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í íslensku samfélagi. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Suðurnesja. |
14:15 | Erindi frá alþjóðasamtökunum. Grace Rodriguez-Mesa frá Panama mætir í gegnum Zoom. |
14:45 | Hlé til að fara í Stapaskóla. |
15:15 | Heimsókn og kynning á Stapaskóla, sem er skóli fyrir börn á aldrinum 18 mán til 14 ára. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla. |
16:15 | Þingslit. |
16:30 | Menningardagskrá á vegum Þetadeildar í tenglsum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. |
19:30 | Hátíðarkvöldverður |
Dagskrá laugardagsins til útprentunar
Skráningar á ráðstefnuna fara fram með því að greiða þátttökugjaldið kr. 6.000.- inn á reikning samtakanna 546-26-2379 kt. 491095-2379.
Ath. að hátíðarkvöldurinn sem og aðrar veitingar (nema áfengir drykkir) eru innifaldar í ráðstefnugjaldinu.
Upplýsingar um hótelgistingu:
Opnað hefur verið fyrir bókanir á hótelinu, verðin eru eftirfarandi:
4. sept laugardagur til sunnudags:
Tveggja manna herbergi á kr 20.000
Eins manns herbergi á kr 15.000
3. sept aukanótt föstudagur til laugardags:
Tveggja manna herbergi á kr 10.000
Eins manns herbergi á kr 10.000
Bókanir fara fram með því að hafa samband með tölvupósti í info@courtyardkeflavikairport.is eða síma 599 6100. Látið vita að þetta sé vegna DKG á Íslandi.
Síðast uppfært 23. sep 2021