Landsambandsþing 2021

Föstudaginn 7. maí var aðalfundur landssambandsins haldinn í fjarfundi á Zoom en annarri dagskrá landssambandsþings frestað þar til síðar..

Fundargerð aðalfundar 7. maí 2021
Skýrsla landssambandsforseta
 á landssambandsþingi 2021


 Haustráðstefnu DKG sem vera átti í Reykjanesbæ 4. sept. hefur verið aflýst. 
Þann 3. september  verður haldinn framkvæmdaráðsfundur á Zoom. Í framkvæmdaráði eru allir formenn deilda og stjórn landssambandsins.

Þema þingsins: Fjölbreytni og sveigjanleiki í menntun til framtíðar.

 

 
  Laugardagurinn 4. september
 

Ath. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem gætu orðið fyrir haustið

 09:30 Húsið opnar. Heitt á könnunni.
 09:50 Setning. Guðrún Edda Bentsdóttir, forseti landssambands DKG á Íslandi.
 10:00 Tími, rými og nám: Ný tækni og tækifæriSólveig Jakobsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. 
Í erindinu er fjallað um nýtingu stafrænnar tækni í menntun á Íslandi og þróun fjar- og netnáms á mismunandi skólastigum. Áhrif COVID-faraldursins á nemendur og skólastarf eru skoðuð í þessu sambandi og litið til rannsókna hér á landi og erlendis. Fjallað er um hversu vel grunn- og framhaldsskólar virtust vera í stakk búnir til að takast á við nýjar aðstæður sem sköpuðust með engum fyrirvara. Þá er rætt um þróun menntunar og tækifæri sem felast í þeim reynslubanka skólafólks og almennings sem myndast hefur á undanförnum misserum með stóraukinni nýtingu stafrænnar tækni og netlausna í námi og störfum.
 10:35

Framhaldsskólinn á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Guðrún Ragnarsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
COVID-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi íslenskra framhaldsskóla í heilt ár. Á einni helgi breyttust heimilin í kennslustofur, vinnustað foreldra og á ákveðnu tímabili skóla fyrir yngstu börnin. Erindið fjallar um fyrstu niðurstöður rannsóknar sem hlaut styrk úr Rannís snemma árs 2021. Nú þegar hefur fjölbreyttra gagna verið aflað í þremur ólíkum framhaldsskólum. Gögnin eru bæði á formi spurningalista og viðtala (N=44). Eftir tvö ár verða þessir þrír framhaldsskólar heimsóttir aftur og nemendum fylgt eftir í náminu. Þetta er gert til að leggja mat á langtímaafleiðingar og aðlögun framhaldsskólastarfs. Rannsóknin hefur það að markmiði að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika.

 11:05 Hreyfihlé.
 11:15

Nám framtíðar, hvernig lítur það út? Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslumiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
Upplýsingatækni og framþróun hennar hefur verið veruleg síðustu ár og áratugi. Áhrif hennar á nám og kennslu hafa einnig verið töluverð, þó sérstaklega seinasta árið vegna Covid heimsfaraldursins. Hefðbundin staðarkennsla þurfti skyndilega að færast yfir í fjarkennslu á neyðartímum þar sem notast var við margt úr fjar-og dreifikennslu. Á meðan á öllu þessu stendur erum við líka stödd inní fjórðu iðnbyltingunni með öllum þeim breytingum sem henni fylgja. Það er því upplagt að staldra við, halda sér aðeins í og velta fyrir sér hver verða áhrif þess á kennslu framtíðar; Hvernig mun hún líta út og hvernig undirbúum við nemendur okkar og okkur sjálf fyrir nám framtíðar? 

11:45

Umræður. Ein spurning frá hverjum fyrirlesara. Skil úr umræðum verð á rafrænu formi í Padlet, einn dálkur fyrir hverja spurningu. Þar setja hópar niðurstöður umræðna.
Sjá slóð á Padlettuna: https://padlet.com/ingileif/DKG2021

12:15  Hádegisverður.
13:15 Samantekt úr umræðum. Padlettunni varpað á vegg og allir geta séð og rætt niðurstöður allra hópa. 
13:45

Hlutverk fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar í íslensku samfélagi. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Suðurnesja.
Í erindinu verður fjallað um fræðslu og símenntunarmiðstöðvar á Íslandi. Hvaða hlutverki þær gegna í samfélaginu, lög um framhaldsfræðslu, rekstrarumhverfi, kennsluaðferðir og íslenskukennslu fyrir útlendinga. Sérstaklega verður fjallað um Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og þau verkefni sem miðstöðin sinnir þar að auki s.s. aðstöðu sem veitt eru fjarnemendum á háskólastigi og Samvinnu starfsendurhæfingardeild.

14:15 Erindi frá alþjóðasamtökunumGrace Rodriguez-Mesa frá Panama mætir í gegnum Zoom.
14:45 Hlé til að fara í Stapaskóla
15:15 Heimsókn og kynning á Stapaskóla, sem er skóli fyrir börn á aldrinum 18 mán til 14 ára. Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla.
16:15  Þingslit.
16:30 Menningardagskrá á vegum Þetadeildar í tenglsum við Ljósanótt í Reykjanesbæ.
19:30 Hátíðarkvöldverður

 Dagskrá laugardagsins til útprentunar

Skráningar á ráðstefnuna fara fram með því að greiða þátttökugjaldið kr. 6.000.- inn á reikning samtakanna 546-26-2379 kt. 491095-2379.
Ath. að hátíðarkvöldurinn sem og aðrar veitingar (nema áfengir drykkir) eru innifaldar í ráðstefnugjaldinu. 


 

Upplýsingar um hótelgistingu:

Opnað hefur verið fyrir bókanir á hótelinu, verðin eru eftirfarandi:

4. sept laugardagur til sunnudags:
Tveggja manna herbergi á kr 20.000
Eins manns herbergi á kr 15.000

3. sept aukanótt föstudagur til laugardags:
Tveggja manna herbergi á kr 10.000
Eins manns herbergi á kr 10.000

Bókanir fara fram með því að hafa samband með tölvupósti í info@courtyardkeflavikairport.is eða síma 599 6100. Látið vita að þetta sé vegna DKG á Íslandi.


Síðast uppfært 23. sep 2021