Stjörnunámskeið

Við köllum þessa fræðslu- og umræðufundi DKG stjörnuna. Hún er fimmarma og skiptist í 5 mismunandi eflingarsvið sem fela í sér bæði hugmyndafræði og hagkvæmni. Hvernig hugsum við starfið, hvað gerum við og af hverju?
Fyrst um sinn, meðan reynsla er að komast á framkvæmdina, eru þessar 3 mismunandi leiðir að velja um:
- Innlegg á deildarfundi – 1 klst. Yfirlit yfir hugmyndafræði DKG-stjörnunnar og þau tæki og tól sem nýtast okkur í starfinu og utan þess.
- Sérstakir fræðslufundir (workshop) 2 klst. með 12-16 þátttakendum þar sem við vinnum með ákveðið svið DKG stjörnunnar. Miklar umræður og fjör!
- Námskeið fyrir 12-16 þátttakendur. 2x2 klst. og smá vinna á milli! Heljarinnar fjör.
Deildir geta tekið sig saman um einhverja leið og/ eða verið með hana á eigin vegum ef nægur þátttakendafjöldi fæst! Heppilegast er að byrja á kynningunni en eftir það er hægt að hugsa sér mismunandi samsetningar og aðlögun að ykkar þörfum! Valið er ykkar.
Síðast uppfært 15. apr 2017