Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni
16.09.2011
Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Borgarbókasafnið vinna saman að verkefninu Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafni.
Verkefnið felst í því að aðstoða grunnskólanemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku með heimalærdóminn.
Verkefnið hefur verið styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og Menntaráði.
Þetta verkefni er búið að vera í gangi í tvö og hálft ár, fyrst í Gerðubergi, en nú er verið að færa
út kvíarnar og það verður einnig veitt aðstoð á Kringlusafni og Aðalsafni í Tryggvagötu. Verkefnið fer fram eftir
skólatíma og stendur yfir í 1 og 1/2 klst. einu sinni í viku. Etadeildin hefur tengst verkefninu en nú vantar fleiri sjálfboðaliða. Ef einhverjar DKG
systur eru tilbúnar að gefa af tíma sínum og styðja þetta verkefni, þá gefur Þór Gíslason hjá Rauða krossinum allar
upplýsingar: thorgisla@redcross.is og síminn hjá honum er 545-0406.
Upplýsingar um verkefnið má einnig finna á heimasíðu þess http://www.heilahristingur.is