Labb og rabb í Öskjuhlíðinni

Þá er komið að því.  Margrét Jónsdóttir íþróttakennari er tilbúin að spássera með okkur DKG konur um Öskjuhlíðina, einu sinni í viku og láta okkur gera nokkrar sveiflur í leiðinni.  Fyrsta gönguferðin verður farin miðvikudaginn 03. október klukkan 17:30 frá Nauthóli í Nauthólsvík.  Í þeirri gönguferð verður ákveðið,  hvernig framhaldinu verður háttað. 

Ágætu formenn,  ég hvet ykkur til að láta ykkar deildarkonur vita af ferðunum,  þær eru mjög skemmtilegar og gaman að hittast milli funda og ekki síst að kynnast konum í öðrum deildum.  Síðan getum við alltaf fengið okkur súpu eða eitthvað huggulegt í Nauthól eftir skemmtilega útiveru með Margréti. 

Endilega hvetjið ykkar konur til að mæta sem flestar,  það voru allt of fáar sem gáfu sér tíma í klukkutíma labb og rabb saman í sumar.  Þær sem voru með nutu þess í botn. 

Hittumst hressar á miðvikudaginn,
Kær kveðja,
Sigríður Ragna