Langar þig að taka þátt í „menntaviðburði“ en vantar fjárstyrk til að fara?

Athygli er vakin á því að frestur til að sækja um Lucile Cornetet styrk er næst 1. febrúar. Sjóðurinn er tvískiptur og markmið annars hluta sjóðsins er að styrkja konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators – ekki bara DKG konur ) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi og ekki viðburði á vegum samtakanna sjálfra.
Umsóknarfrestur er þrisvar á ári: 1. feb., 1. maí og 1. sept. og ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað.
Nánar má lesa um þennan styrk á vef Educational Foundation og þar eru einnig umsóknareyðublöð þar sem nánar er fjallað um tilurð þessa styrks og reglur hans. 
Þess má geta til gamans að á síðasta ári fékk fráfarandi formaður Betadeildar, Jónína Hauksdóttir, styrk úr þessum sjóði til að sækja námskeið erlendis. 
Endilega skoðið möguleikana og sækið um :-)
Nánari upplýsingar eru hér á vefnum okkar: http://dkg.muna.is/is/moya/page/styrkir_1