Styrkir
Samtökin verja árlega ákveðinni fjárupphæð til styrkja og viðurkenninga af ýmsum toga.
Erlendir styrkir:
- Námsstyrkjasjóður - Scholarship. 31 styrkur veittur árlega. Fyrir félagskonur sem hyggja á framhaldsnám. Ákveðinn hluti hans fer til að styrkja konur í mastersnámi og annar hluti til að styrkja konur í doktorsnámi. Til að koma til greina við styrkveitingu þarf umsækjandi um doktorsnám að hafa verið 3 ár í samtökunum, en 1 ár ef sótt er um mastersnám. Umsóknarfrestur er 1. febrúar ár hvert.
- Gullni gjafasjóðurinn - Golden Gift Fund. Leiðtogaþjálfun í Austin, Texas haldin annað hvert ár (næst 2026). Sótt er um á oddatöluári, námskeið haldið árið eftir (slétt tala). Tekið er við umsóknum frá 1. júlí til 1. des. 2025. Sjóðurinn styrkir félagskonur til þátttöku.
- Educational Foundation (yfirlit yfir styrki til þróunarverkefna).
- Lucile Cornetet er styrkur á vegum Delta Kappa Gamma Educators Foundation og er tvískiptur. Einn hluti hans styrkir landsambönd og svæði (regions) til að standa fyrir menntandi ráðstefnum, annar hluti sjóðsins styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators ) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári:1. maí og 1. nóv. og ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað. Haustið 2024 er fresturinn til 8.nóvember.
Nánar má lesa um tilurð þessa styrks og reglur hans á vef Educational Foundation og þar er jafnframt tengill á umsóknareyðublað. Vakin er athygli á að þessi sjóður styrkir ekki konur til þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum Delta Kappa Gamma, heldur einungis menntandi viðburðum sem haldnir eru utan samtakanna. - International Speakers Fund. Félagskonur geta sótt um að fá að halda fyrirlestra á vegum samtakanna fyrir aðrar DKG konur í öllum aðildarlöndunum (nema þeirra eigin). Sett er skilyrði að samtakanna sé getið og þau kynnt. Opið er fyrir umsóknir frá 1. júlí til 15. september árlega
- Educational Project Award er styrkur sem veittur er til menntandi verkefna. Umsækjendur þurfa ekki að vera meðlimir í DKG. Umsóknarfrestur er 1. mars ár hvert.
Nánari upplýsingar um styrkina má nálgast á heimasíðu alþjóðasambandsins og hjá Educational Foundation. Á alþjóðasambandssíðunni má nálgast umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um umsóknarfresti.
Einnig má nálgast upplýsingar hjá landssambandsstjórn og námsstyrkjanefnd
Íslenskir styrkir:
Íslenski námsstyrkjasjóðurinn (næsti umsóknarfrestur er 1. mars 2025)
Þær konur sem fara á þing European Forum eða alþjóðaþing og eru með erindi, geta sótt um styrk til fararinnar hjá landssambandsstjórn og má nálgast umsóknareyðublað hér.
Styrkir til annarra en DKG félaga
Educational Project Award er styrkur sem veittur er til menntandi verkefna. Umsækjendur þurfa ekki að vera meðlimir í DKG.
World Fellowships. Námið er stundað í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur, víðs vegar að úr heiminum, hafa hlotið slíkan styrk.
Höfundaverðlaun - Educator´s Award. Árlega er einum eða fleiri kvenrithöfundum veitt verðlaun sem er vegleg fjárupphæð. Verðlaunahafar verða að eiga heima í aðildarfélögum Delta Kappa Gamma en þurfa ekki að vera í samtökunum og bókin þarf að vera skrifuð á ensku.
Síðast uppfært 23. okt 2024