Þakkað fyrir höfðinglega gjöf

Ingibjörg Einarsdóttir, fráfarandi landssambandsforseti, fór á fund Guðrúnar Vigfúsdóttur, vefnaðarkennara,

til að þakka henni höfðinglega gjöf sem hún gaf félagskonum í tilefni af 30 ára afmæli samtakanna. Það er bók hennar Við vefstólinn, sem fjallar um starfsvettvang Guðrúnar í hálfa öld og segir þar frá lifandi vefnaðarlist í máli og myndum. Bókin er afar fróðleg og er mikill fengur í svo veglegri bók með frásögn um líf og starf íslenskrar konu, sem hefur verið mikill frumkvöðull á sínu sviði. Bókin var afhent þinggestum á afmælisþinginu í Reykholt sl. vor og var það Eyrún Ísfold Gísladóttir, Etadeild, dóttir Guðrúnar, sem afhenti bókina. 

Guðrún Vigfúsdóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Ingibjargar Einarsdóttur

Myndin er tekin þegar Ingibjörg færði Guðrúnu innilegar þakkir okkar og færði henni bókina okkar, Þekking-þjálfun-þroski ásamt bókamerkinu.