Við bjóðum nýjar konur velkomnar í samtökin
28.04.2011
Ný deild, Mýdeild var stofnuð á Norðurlandi 26. apríl síðastliðinn, nánar tiltekið í Þelamerkurskóla. Ingileif
Ástvaldsdóttir skólastjóri tók á móti formanni útbreiðslunefndar, Ingibjörgu Einarsdóttur og forseta landssambandsins
Ingibjörgu Jónasdóttur klukkan rúmlega sex og með atðstoð Ingibjargar Auðunsdóttur var matsal skólans breytt í
hátíðarsal. Ingibjörg Einarsdóttir kom klifjuð rauðum rósum sem hún hafði keypt nálægt sumarbústað sínum austur
í sveitum.
Upp úr kl. 19:00 fóru konur að streyma að og athöfnin hófst svo 19.30. María Steingrímsdóttir úr Betadeild flutti orð til
umhugsunar og ræddi sérstaklega um vináttuna, sem var vel við hæfi á þessum fundi.
Mýdeild var síðan stofnuð, með 28 glæsilegum ungum konum á öllum aldri og það var einstaklega gaman að horfa yfir salinn og sjá gleði og eftirvæntingu í augum þessara góðu fagkvenna. Að lokinni inntökuathöfninni voru sungin nokkur lög og Eygló Björnsdóttir frá Betadeild ávarpaði nýju deildina og færði þeim gestabók
frá Betadeild, en 11 konur úr Betadeild mættu á fundinn.
Eftir kaffihlé flutti Rósa Kristín Júlíusdóttir erindi um listir og kennslu listgreina. Að lokum var svo kosin ný stjórn og er nýr formaður Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingur við HA. Hún ávarpaði sína
deild og sagðist hlakka til að halda utan um hópinn "sem umsjónarkennari" en þegar hún hefði verið umsjónarkennari hér áður fyrr hefði hún alltaf verið jafn hissa á því að hennar bekkur hefði alltaf verið bestur og þannig yrði það örugglega með þessa deild. Það var gerður góður rómur að þessum orðum.
Að lokum ávarpaði forseti landssambandsins, Ingibjörg Jónasdóttir deildina. Hún bauð þær velkomnar inn í samtökin og minnti þær á að þær væru komnar inn í stórt tengslanet.
Mý deildin mun halda einn fund í vor og hefja svo vetrarstarfið næsta haust af fullum krafti.
Það er mikil vinna að stofna nýja deild, en einnig mikil vinna að halda við lifandi starfi í deildum. Þar reynir á samheldni og stjórnun.
Mýdeild var síðan stofnuð, með 28 glæsilegum ungum konum á öllum aldri og það var einstaklega gaman að horfa yfir salinn og sjá gleði og eftirvæntingu í augum þessara góðu fagkvenna. Að lokinni inntökuathöfninni voru sungin nokkur lög og Eygló Björnsdóttir frá Betadeild ávarpaði nýju deildina og færði þeim gestabók
frá Betadeild, en 11 konur úr Betadeild mættu á fundinn.
Eftir kaffihlé flutti Rósa Kristín Júlíusdóttir erindi um listir og kennslu listgreina. Að lokum var svo kosin ný stjórn og er nýr formaður Jenný Gunnbjörnsdóttir, sérfræðingur við HA. Hún ávarpaði sína
deild og sagðist hlakka til að halda utan um hópinn "sem umsjónarkennari" en þegar hún hefði verið umsjónarkennari hér áður fyrr hefði hún alltaf verið jafn hissa á því að hennar bekkur hefði alltaf verið bestur og þannig yrði það örugglega með þessa deild. Það var gerður góður rómur að þessum orðum.
Að lokum ávarpaði forseti landssambandsins, Ingibjörg Jónasdóttir deildina. Hún bauð þær velkomnar inn í samtökin og minnti þær á að þær væru komnar inn í stórt tengslanet.
Mý deildin mun halda einn fund í vor og hefja svo vetrarstarfið næsta haust af fullum krafti.
Það er mikil vinna að stofna nýja deild, en einnig mikil vinna að halda við lifandi starfi í deildum. Þar reynir á samheldni og stjórnun.