Stjórn og nefndir

Stjórn landssambandsins er kosin á landssambandsþingi til tveggja ára í senn. Í landssambandsstjórn sitja: landssambandsforseti, 1. varaforseti, 2. varaforseti, ritari og meðstjórnandi. Gjaldkeri er valinn af framkvæmdaráði og situr hann stjórnarfundi. Í framkvæmdaráði eiga sæti stjórn landssambandsins, formenn deilda ásamt fráfarandi landssambandsforseta og lögsögumanni. Lögsögumaður situr fundi framkvæmdaráðs og stjórnar en án atkvæðisréttar.

Fastanefndir sem í eru a.m.k þrjár félagskonur starfa á vegum landsambandsins. Í eina þeirra: Uppstillingarnefnd, er kosið til tveggja ára í senn á landssambandsþingi. Í aðrar nefndir eru félagskonur tilnefndar af forseta á starfstímabili hverrar stjórnar. Tveir endurskoðendur reikninga eru kosnir á landssambandsþingi.

Fastanefndir eru þessar:

 Laganefnd  Félaga- og útbreiðslunefnd  Menntamálanefnd
 Samskipta- og útgáfunefnd  Námstyrkjanefnd  Uppstillingarnefnd


Landssambandsstjórn er heimilt að stofna vinnunefndir til að sinna ýmsum sérstökum verkefnum á starfstíma stjórnarinnar. Stjórnin ákveður sjálf hverjir sitja í nefndunum og hversu lengi þær starfa, en þær geta þó ekki starfað lengur en starfstímabil stjórnarinnar.

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2023

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2021

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2019

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2017

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2015

Skýrsla deilda og nefnda vorið 2013

Skýrsla nefnda vorið 2011


Síðast uppfært 04. sep 2024