„Íslandsdagur

Laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn héldu Eistar upp á það að 20 ár eru liðin síðan þeir endurheimtu sjálfstæði sitt. Íslendingar voru fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði þeirra og í tilefni af því var haldinn svokallaður „Íslandsdagur" í Eistlandi þann 21. ágúst. Ýmsir menningarviðburðir tengdir Íslandi voru í boði þar þennan dag. Þess má geta að Tallin, höfuðborg Eistlands, er menningarborg Evrópu þetta árið. DKG systur í Eistlandi senda íslenskum DKG systrum kveðjur og þakkir  í tilefni dagsins.

Sjá nánar.