„Þá brosir þú alltaf – meira að segja á morgun“

Frá hátíðahöldum á degi leikskólans í leikskólanum Síðuseli á Akureyri
Frá hátíðahöldum á degi leikskólans í leikskólanum Síðuseli á Akureyri
Á morgun, sunnudaginn 6. febrúar 2011, er dagur leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Í fréttum RUV í gær (4. feb. 2011) var viðtal við leikskólabörn á Akureyri sem voru að útdeilda gleðisteinum í tilefni dagsins. Fréttamaður spurði litla stúlku hvað það þýddi að fá svona stein.

Hún svaraði: „Þá brosir þú alltaf – meira segja á morgun”. Enn eitt gullkornið frá framtíðarbörnum landsins. Nánar má lesa um dag leikskólans á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins  og á vef Kennarasambands Íslands.

Kæru félagskonur, til hamingju með daginn.

Kveðja frá Ingibjörgu Jónasdóttur landssambandsforseta