Ábendingar óskast

2. ágúst verður svokallaður Pre-Conference dagur á Evrópuþinginu í Baden Baden sem haldið verður 3.–6. ágúst í sumar. Yfirskrift dagsins er – Educational Challenges in the 21st century.  “Haven’t you heard, Miss, us boys don’t read”. Óskað er eftir ábendingum um áhugaverð verkefni og/eða fyrirlesara.

Ætlunin er að hvert land eigi þarna sinn fulltrúa og athyglinni er sérstaklega beint að umfjöllun sem tengist mismun kynjanna, læsi og mismunandi félagslegum bakgrunni.  Ábendingum má koma til Ingibjargar Jónasdóttur landssambandsforseta. Nánar má lesa um þennan dag hér.

Skiladagur á ágripum að erindum hefur verið framlengdur til 15. mars.