Alþjóðadagur læsis – 8. september

Sameinuðu þjóðirnar gerðu 8. september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það var þó ekki fyrr en árið 2009 að Háskólinn á Akureyri og Amtsbókasafnið efndu til samvinnu í því skyni að vekja athygli á mikilvægi læsis fyrir líf og starf.

Í ár 2010 hefur Akureyrarstofa komið til liðs við  hópinn. Á degi læsis er fólk hvar sem er á landinu hvatt til þess að skipuleggja læsisviðburði. Það má gera með því að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Ennfremur eru landsmenn hvattir til að leggja frá sér verk og lesa fyrir sig og aðra kl. 11:00–11:15 á degi læsis 8. september.


Í  tilefni af degi læsis:

  • efnir Háskólinn á Akureyri til tveggja „ráðstefna um læsi“ 10. og 11. sept.,
  • býðst öllum dag- og vikublöðum að birta framhaldssögu fyrir börn. Goðsögnin um tár Litla hestsins. Alþjóðasamtök blaðaútgefenda WAN gefa söguna og teikningar en þýðingin er í boði starfsmanna HA og Amtsbókasafnsins
  • hefur verið tekið saman Hugmyndahefti um viðburði á degi læsis. Heftinu verður dreift rafrænt eins víða og kostur er. Þess er vænst að landsmenn á öllum aldri íhugi þau lífsgæði sem felast í því að geta lesið og tjáð sig í rituðu máli
  • býðst Akureyringum að koma í Gallerí Ráðhús (bæjarstjórnarsalinn) 8. september kl. 8:15-16:00 til að koma á framfæri óskum sínum til handa bæjarbúum fyrir næstu fimm árin.

Starfshópur um Alþjóðadag læsis 8. september 2010.

(Tengiliður: Ingibjörg Auðunsdóttir Betadeild, sími 460-8580, ingibj@unak.is